fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fréttir

Sló son sinn þegar hann neitaði að hætta í tölvunni

Bjarki Sigurðsson
Föstudaginn 30. apríl 2021 19:00

Héraðsdómur Reykjaness. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona var í dag dæmd í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir brot í nánu sambandi og brot á barnaverndarlögum. Henni var gefið að sök að hafa veist með grófum hætti að 13 ára syni sínum á heimili þeirra. Sambýlismaður konunnar var sýknaður af sömu ákæru.

Þann 19. febrúar 2020 sat strákurinn og spilaði tölvuleiki þegar móðirin kom inn og sagði honum að fara að sofa. Klukkan var orðin ellefu að kvöldi til en hann neitaði þar sem hann þurfti ekki að fara í skólann næsta dag. Þá tók móðirin til þess ráðs að slökkva á nettengingu heimilisins en við það snöggreiddist hann.

Strákurinn fór út úr herbergi sínu til að kveikja aftur á nettengingunni en mæðginunum kemur ekki saman um hvað gerðist næst. Að sögn stráksins stoppaði móðirin hann og sló hann þrisvar utan undir. Þá kom sambýlismaðurinn að þeim og öskraði á strákinn, tók hann og hélt honum niðri á meðan móðirin sló hann með flötum lófa í andlitið.

Móðirin segir hins vegar að strákurinn hafi keyrt aðra öxl sína í sig þegar hann fór fram til að kveikja á nettengingunni og að þá hafi sambýlismaðurinn reiðst. Hann hafi öskrað á strákinn en þá hafi móðirin verið svo miður sín að hún fór inn á baðherbergi. Þegar hún kom af baðherberginu hafi sambýlismaðurinn verið með hendi stráksins í „hermannataki“ og vill hún meina að hún hafi þá reiðst og slegið í hendi mannsins svo hann sleppti taki á stráknum. Sonurinn tók undir þessi orð móður sinnar, að sambýlismaðurinn hafi haldið honum niðri, en hann segir móðurina hafa slegið sig á meðan.

Eftir að maðurinn sleppti stráknum varð hann enn reiðari og öskraði meira. Þá greip móðirin um munn stráksins til að nágrannarnir myndu ekki kvarta vegna hávaða. Hún kvaðst hafa gleymt því að strákurinn hafi nýverið fengið teina og sleppt takinu þegar hún sá að byrjað var að blæða úr munni hans.

Eftir þessi atvik var stráknum skutlað af móður sinni til frænku stráksins sem tilkynnti föður stráksins atvikið. Faðirinn var við vinnu á hálendinu á þessum tíma og gat sjálfur ekki sótt piltinn.

Sambýlismaðurinn sagðist í skýrslutöku hjá lögreglu ekki hafa beitt strákinn ofbeldi og kom allri sök yfir á móður stráksins. Hann segist einungis hafa reynt að róa strákinn og móðurina og staðfesti orð stráksins að móðirin hafi slegið hann nokkrum sinnum.

Strákurinn krafðist skaðabóta frá þeim báðum, 3.000.000 króna frá móður sinni og 1.500.000 króna frá fyrrum sambýlismanni hennar. Eins og áður kom fram var sambýlismaðurinn sýknaður af ákæru sinni og skaðabótakröfunni vísað frá. Móðirin var dæmd til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar, sem og að greiða syni sínum 500.000 krónur í miskabætur með vöxtum og verðtryggingu. Móðirin þarf einnig að greiða allan sakarkostnað sinn.

Dóminn má lesa hér

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku
Fréttir
Í gær

BYKO hefur sölu á Honda aflvélum

BYKO hefur sölu á Honda aflvélum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vopnaðir menn brutust inn í hús á Grensásvegi

Vopnaðir menn brutust inn í hús á Grensásvegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar gefa öndunarvélar til Indlands

Íslendingar gefa öndunarvélar til Indlands