fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Brotthvarf framhaldsskólanema minnkar þvert á áhyggjur

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 3. apríl 2021 14:00

Nemendur við Fjölbraut við Ármúla, Mynd/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brottfall úr framhaldsskólum minnkar um 10%. Formaður Skólameistarafélags Íslands telur það að hluta stafa af skorti á vinnu.

Líðan ungmenna á tímum kórónaveirunnar hefur valdið nokkrum áhyggjum undanfarið ár og var meðal annars óttast að brottfall úr framhaldsskólum myndi aukast mikið. Snemma í faraldrinum bárust meðal annars fréttir af því að kennarar og starfsfólk framhaldsskólanna væri farið að hringja í nemendur vegna hættu á stórauknu brotthvarfi, þunglyndi og kvíða.

Hins vegar hefur annað komið á daginn, en samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur brotthvarf úr framhaldsskólum minnkað, en það mældist 10 prósentum minna síðasta haust en haustið 2019.

Minna félagslíf

„Greining ráðuneytisins á upplýsingum frá framhaldsskólum sýnir að brotthvarfstíðnin hafi verið 10% minni síðastliðið haust samanborið við haustönn 2019,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn DV.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið lét fyrr í vetur gera könnun á líðan, námi og aðstæðum framhaldsskólanema en niðurstöður könnunarinnar benda til þess að meirihluti nemenda sé ánægður með viðbrögð framhaldsskólanna við COVID-19 og upplifi sig örugga í skólanum.

Meirihluti nemenda, 61%, taldi þó að faraldurinn hefði haft neikvæð áhrif á félagslíf og um 4% nemenda eru talin eiga í verulegum erfiðleikum vegna þunglyndis. Þó að framhaldsskólanemar hafi mikið þurft að vera í fjarnámi undanfarið ár virðist það ekki hafa haft mikil neikvæð áhrif, en fjórðungur nemenda telur sig standa sig betur í fjarnámi en staðnámi og annar fjórðungur telur sér vegna jafn vel í stað- og fjarnámi. Rúmur helmingur tilgreindi þó að hann teldi sig standa sig betur í staðnámi. Tæpur helmingur nemenda, 47%, kvaðst vilja fá að ráða því hvort þeir væru í staðeða fjarnámi.

Færri valmöguleikar

Faraldurinn er ekki búinn, en miðað við ánægjulegar tölur frá ráðuneytinu um að brotthvarf sé að minnka en Brottfall úr framhaldsskólum minnkar um 10%. Formaður Skólameistarafélags Íslands telur það að hluta stafa af skorti á vinnu. ekki aukast þá gætu menn leyft sér að vera vongóðir um framhaldið líka. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélags Íslands og skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ, segir að fagna beri þessum tölum en þó taka þeim með fyrirvara.

„Ég var búinn að sjá tölur sem við tókum saman fyrr í vetur og þar af leiðandi vissi ég að brottfall hefði minnkað en aðstæður eru mjög sérstakar. Það hefur einkennt brottfall á Íslandi að hluti þess hefur falist í því að nemendur hætta til að fara að vinna. Núna eru vinnumöguleikar miklu minni svo það skýrir eflaust það að brottfall minnki. Nemendur hafa bara færri valmöguleika. Svo getur verið að skólar hafi lagt mikla áherslu á að halda nemendum inni í ljósi þessara aðstæðna sem eru í gangi. Þannig að það kemur mér ekki á óvart að það sé minna brottfall. Það er gleðilegt en ég held að menn ættu líka að varast að draga of stórar ályktanir af því, vegna þess að ástandið er ekki líkt neinu sem upp hefur komið áður.“

Skortir samanburð

„Ég held að margir skólamenn hafi ekki óttast aukningu brottfalls neitt sérstaklega. Við tókum saman tölur síðasta haust þar sem kom í ljós að brottfall minnkaði. Auðvitað óttuðust menn að þessi mikla fjarkennsla myndi valda einhverjum hnökrum og hún hefur gert það en þeir hafa ekki endilega birst í brottfalli. Við höfum ekkert til að bera þessar aðstæður saman við. Það var lögð sérstök áhersla á að halda í nemendur og sinna þeim vel en þegar kemur að því að meta hvort það hafi tekist eða ekki, að þá eru aðstæður svo sérstakar að það er erfitt að segja nákvæmlega til um það. Það ber að fagna þessu en að nálgast líka með varfærni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“