fbpx
Sunnudagur 16.maí 2021
Fréttir

Víðir ekki sáttur: Öfgafull, rasísk skilaboð og einelti úti á götu

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 29. apríl 2021 11:08

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig langar að byrja daginn á smá hrósi og þökkum,“ sagði Víðir Reynisson í upphafi upplýsingafundarins og fór svo yfir þá sem eiga hrósið skilið. Smitrakningarteymið, íbúar í Ölfusi, kennarar og sérstaklega leikskólakennarar fá hrósið frá Víði í dag.

Víðir fer þá yfir í leiðinlegri hluti. „Við höfum oft talað um að veiran sé andstæðingurinn í þessu, það ætlar enginn að smitast. En nú erum við að fá upplýsingar um það að fólk sem er hluti af hópsmitum eru að fá öfgafull skilaboð, rasísk og mjög ljót skilaboð. Þau eru líka að verða fyrir nánast einelti út á götu, eingöngu af því virðist vera því þau koma frá ákveðnu landi. Ekki dæma alla fyrir eitthvað sem örfáir hafa gert,“ segir Víðir.

„Við berum öll ábyrgð, við þurfum öll að taka þátt, við þurfum öll að fara í sýnatöku ef við finnum einkenni. Við erum öll í þessu saman, sama hvaðan við komum, við erum öll almannavarnir,“ segir Víðir og bætir við að það sé verið að vinna í því að bæta upplýsingagjöf.

Fólk með einkenni en mætir ekki strax í sýnatöku

Þórólfur tekur þá til máls og fer yfir smit gærdagsins en 10 smituðust innanlands, 7 þeirra voru í sóttkví. „Smitin sem greindust utan sóttkvíar er ekki hægt að rekja til fyrri hópsmita en frekari rakning stendur yfir. Smitin sem greindust innan sóttkvíar tengjast hópsmitunum,“ segir Þórólfur. „Ennþá erum við að sjá smit hjá fólki sem hefur verið með einkenni í nokkra daga áður en það fer í sýnatöku,“ segir hann svo og brýnir fyrir fólki að það mæti í sýnatöku ef það finnur fyrir einhverjum einkennum.

„Ekki er hægt að segja að við höfum náð yfir þau hópsmit sem við höfum verið að greina undanfarið. Það er áhyggjuefni að við séum að greina fólk sem er ekki með tengingu við fyrri smit. Við getum fullyrt að það er einhver útbreiðsla á veirunni til staðar hér innanlands en hversu mikil hún er er ekki hægt að fullyrða.“

Þá ræðir Þórólfur um breska afbrigðið af veirunni. Hann segir að hér hafi greinst 360 með breska afbrigðið hér á landi og af þeim hafa 9 þurft að leggjast inn á sjúkrahús, um 2,5%. „Það er svipað hlutfall og fyrr í þessum faraldri eða jafnvel heldur lægra hlutfall,“ segir hann en aldursbil þeirra sem leggjast inn er stórt, frá rúmlega tvítugu til rúmlega sjötugs.

Þórólfur talar svo um bólusetningar. Hann biður fólk um að sýna biðlund, röðin kemur að öllum. Þá segir hann að fólk sé með mikið af spurningum um bólusetningar en hann bendir á að mikilvægt sé að skoða covid.is til að fræðast meira um bólusetninguna og bóluefnin.

„Það sem við þurfum að hafa áhyggjur af þessa stundina eru þessi samfélagslegu smit,“ segir Þórólfur og biður fólk um að fylgja sóttvarnareglum, einstaklingsbundnum sóttvörnum og að mæta í sýnatöku ef hann finnur fyrir einkennum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum
Nammistríðið heldur áfram

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fólk til vandræða og eldur í íbúðarhúsnæði

Fólk til vandræða og eldur í íbúðarhúsnæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lyfjastofnun gerir athugasemd við áróðursauglýsingu gegn bólusetningum

Lyfjastofnun gerir athugasemd við áróðursauglýsingu gegn bólusetningum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Héraðssaksóknari ákveður á næstu dögum hvort hann ákærir barnsmóður Aziz – Hefur ekki fengið að sjá börnin sín í meira en tvö ár

Héraðssaksóknari ákveður á næstu dögum hvort hann ákærir barnsmóður Aziz – Hefur ekki fengið að sjá börnin sín í meira en tvö ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

BYKO dregur úr eigin losun um 19%

BYKO dregur úr eigin losun um 19%
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tveir greinst með indverska afbrigðið

Tveir greinst með indverska afbrigðið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þrjú smit í gær

Þrjú smit í gær
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Morðið í Rauðagerði: Kærasta Angjelin á meðal ákærðu

Morðið í Rauðagerði: Kærasta Angjelin á meðal ákærðu