fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
Fréttir

Kom að ókunnugri konu í húsi sínu – Var komin í föt af húsráðanda

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 26. apríl 2021 05:49

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á sjöunda tímanum í gær kom kona heim til sín í Hlíðahverfi og var þá önnur kona inn í húsi hennar. Var hún búin að klæða sig í föt af húsráðanda. Náði húsráðandi að koma konunni út en tók síðan eftir að veski hennar og fleiri munir voru horfnir. Málið er í rannsókn.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Einnig kemur fram að fimm ökumenn hafi verið handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tveir þeirra reyndust vera sviptir ökuréttindum og var um ítrekað brot að ræða hjá þeim hvað varðar akstur sviptir ökuréttindum. Tveir voru án gildra ökuréttinda.

17 ára ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut á fimmta tímanum í nótt. Hraði bifreiðar hans mældist 111 km/klst en leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Málið var unnið með aðkomu forráðamanns ökumanns vegna ungs aldurs hans.

Í Hlíðahverfi var stungið á hjólbarða þriggja bifreiða um helgina en þetta var tilkynnt í gærkvöldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ásakanir um alvarlegt ofbeldi á Kleppi

Ásakanir um alvarlegt ofbeldi á Kleppi
Fréttir
Í gær

Íslensk kona sem tveir menn nauðguðu hefur beðið í meira en fjögur ár eftir að málinu ljúki

Íslensk kona sem tveir menn nauðguðu hefur beðið í meira en fjögur ár eftir að málinu ljúki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir greinst með indverska afbrigðið

Tveir greinst með indverska afbrigðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjú smit í gær

Þrjú smit í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil hætta á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu

Mikil hætta á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögmaður telur ólíklegt að OnlyFans-stjörnur verði sóttar til saka fyrir klám – „Væri spennandi fyrir lögmenn að takast á við þetta“

Lögmaður telur ólíklegt að OnlyFans-stjörnur verði sóttar til saka fyrir klám – „Væri spennandi fyrir lögmenn að takast á við þetta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tvö smit utan sóttkvíar

Tvö smit utan sóttkvíar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan skoðar hvort Íslendingar framleiði og selji klám á Onlyfans

Lögreglan skoðar hvort Íslendingar framleiði og selji klám á Onlyfans