fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Huginn vinnur sitt þriðja meiðyrðamál – Ummælin „Ég veit að hann barði hana“ kosta Önnu 250 þúsund

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 23. apríl 2021 13:43

Huginn Þór Grétarsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Huginn Þór Grétarsson, barnabókahöfundur og útgefandi, hefur nú unnið þriðja meiðyrðamálið á innan við ári. Síðastliðið haust vann hann mál gegn Elíasi Halldóri Ágústssyni og fyrir rúmu ári síðan vann hann mál gegn Gyðu Dröfn Laagaili Hannesdóttur. Nú hefur hann unnið meiðyrðamál gegn Önnu Þórey Arnardóttur.

Öll málin tengjast ummælum sem látin voru falla í ummælakerfum á netinu þar sem verið var að ræða um forsjárdeilumál Hugins og barnsmóður hans. Þau Elías, Gyða og Anna skrifuðu öll ummæli þar sem þau sögðu að Huginn væri ofbeldismaður.

Lesa meira: Huginn vinnur meiðyrðamál öðru sinni – „Það er algjörlega klárt mál að þú ert ofbeldismaður“

Lesa meira:Huginn vinnur mál – Var kallaður „mikill viðbjóður“ og „sækó“

„Ég veit að hann barði hana“

Ummælin sem Anna lét falla og voru til umræðu í málinu voru fjögur. Þau voru skrifuð í athugasemdakerfi Stundarinnar og í Facebook-hópnum Pírataspjallið. Ummælin sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:

  1. Er það þannig sem þú sérð ekki að þú ert ofbeldismaður Huginn af því að þú sagðir alltaf eitthvað sætt og varst með atlot þess á milli sem þú barðir hana?“
  2.  „Hinsvegar þekki ég aðeins til fyrrum eiginkonu Huginns og ég veit að hann
    barði hana.“
  3. „Ég hef talað við Maariu og ég hef talað við konu sem varð vitni að því
    þegar þú beittir hana ofbeldi.“
  4. „Einnig býr engin kona í marga mánuði í kvennaathvarfinu bara upp á grín
    eins og Maaria gerði.“

Huginn krafðist þess fyrir dómi að öll ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk. Þá krafðist hann þess einnig að fá eina milljón í miskabætur með dráttarvöxtum og að Anna myndi greiða 410 þúsund krónur fyrir birtingu dóms og allan málskostnað.

Anna krafðist þess aðallega fyrir dómi að hún yrði sýknuð af kröfum Hugins. Til vara krafðist hún þess að fjárkrafa stefnanda verði lækkuð verulega. Þá krafðist hún einnig málskostnaðar úr hendi stefnanda.

Hún segir fyrir dómnum að ummæli hennar hafi verið liður í þjóðfélagsumræðu og að þau hafi falið í sér endursögn, gildisdóma og andsvör við þátttöku stefnanda sjálfs í umræðunni. Hún vildi því meina að ummælin rúmist innan tjáningarfrelsis stefndu samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.

250 þúsund krónur í bætur

Eins og fyrr segir vann Huginn málið. Ummæli 1, 2 og 3 voru dæmd dauð og ómerk en ekki númer 4. Ástæðan fyrir því að ummæli númer 4 voru ekki dæmd dauð og ómerk er sú að í þeim felst engin fullyrðing um háttsemi Hugins. Athugasemdin rúmast því innan marka tháningarfrelsis en auk þess eru ummælin ekki lengur aðgengileg á vefnum.

Anna var dæmd til að greiða Hugin 250 þúsund krónur í miskabætur auk 800 þúsund króna í málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi