fbpx
Laugardagur 08.maí 2021
Fréttir

Oddur fékk 900 milljónir upp úr þurru eftir mistök Arion banka – „Ég hugsaði bara þetta er frábært“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 11:30

Oddur Eysteinn Friðriksson - Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það dreymir eflaust marga um að vakna einn daginn og sjá að innistæðan á bankareikningnum hefur hækkað um hundruði milljóna. Oddur Eysteinn Friðriksson, sem einnig er þekktur sem listamaðurinn Odee, þurfti þó ekki að láta sig dreyma um það því nákvæmlega það gerðist.

Oddur mætti í viðtal í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100 í gær. Þar ræddi hann um milljónirnar sem hann fann allt í einu á reikningnum sínum. „Þegar ég opnaði þetta, af því að þeir voru að uppfæra um helgina, þá stóð bara þarna einhver tilkynning frá þeim að innleiðing tókst vel, við þökkum skilninginn og þolinmæðina um helgina og svo bara gjörðu svo vel hérna eru 900 milljónir og ég hugsaði bara þetta er frábært,“ sagði Oddur í þættinum.

Oddur vissi að ekki væri allt með felldu og ákvað því að ræða við Arion banka um málið. „Þeir sögðu að þetta væru sennilega bara einhver mistök eða eitthvað og að þau myndu kíkja á þetta. Voðalega róleg yfir þessu og svo líður og bíður og ég hugsaði bara þau eru að treysta mér hérna fyrir 900 milljónum bara hálfan daginn eða allan daginn,“ segir Oddur.

„Þetta er nú ekkert það mikið“

Hann ákvað að spyrja vini og vandamenn hvað hann gæti gert við peninginn og fékk margar tillögur frá þeim. Til að mynda var mælt með því að hann myndi stinga af til Sviss. Þá var einhver sem sagði honum að kaupa hlutabréf í bankanum fyrir allan peninginn. „Svo fannst mér ansi gott að ef ég hefði farið í greiðslumat þá hefði það örugglega komið vel út.“

Þrátt fyrir að 900 milljónir sé meira en flestir sjá á allri ævi sinni var Oddur ekki alveg sáttur. Hann segist hafa verið himinlifandi með peningana en honum fannst eins og það vantaði eitthvað. „Ah gat þetta ekki verið 100 í viðbót,“ hugsaði hann með sér því þá hefði hann átt milljarð.

„Ég veit það ekki þetta er svo skrítið að sjá svona upphæð og þegar maður er með svona upphæð inni á reikningnum sínum og horfir á þetta, ég eiginlega verð að segja það að ég hugsaði þetta er nú ekkert það mikið.“

Maðurinn á bak við MOM Air

Oddur vakti mikla athygli í fyrra þegar upp komst að hann var maðurinn á bak við flugfélagið MOM Air sem svipaði ansi mikið til WOW Air. Margir furðuðu sig á þessu flugfélagi sem var komið með heimasíðu þar sem sjá mátti myndir af flugvélum flugfélagsins og fleiru. Að lokum viðurkenndi Oddur að um væri að ræða lokaverkefni hans í Listaháskóla Íslands.

Ef Oddi hefði verið alvara með flugfélagið þá hefðu þessar 900 milljónir eflaust komið sér vel, hann hefði mögulega náð að koma flugvélunum á loft.

Hægt er að horfa á viðtalið við Odd í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Greiningargeta á kórónuveirusýnum nálgast þolmörk

Greiningargeta á kórónuveirusýnum nálgast þolmörk
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Aukning á atvinnuþátttöku gæti orðið hröð í sumar

Aukning á atvinnuþátttöku gæti orðið hröð í sumar
Fréttir
Í gær

Vantar betri búnað til að takast á við gróðurelda og þörf á aukinni menntun slökkviliðsmanna

Vantar betri búnað til að takast á við gróðurelda og þörf á aukinni menntun slökkviliðsmanna
Fréttir
Í gær

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári