fbpx
Föstudagur 14.maí 2021
Fréttir

Jessie Lingard opnar sig

Helga Katrín Jónsdóttir
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jessie Lingard hefur viðurkennt að frammistaða hans hjá Manchester United hafi ekki verið upp á marga fiska vegna þess að hann hafði miklar áhyggjur af móður sinni sem berst við alvarlegt þunglyndi.

Miðjumaðurinn sem nú er á láni hjá West Ham hafði átt ansi erfiða tíma á Old Trafford og var frammistaða hans mikið gagnrýnd. Á þeim tíma átti Lingard við erfiðleika að stríða heima fyrir þar sem hann þurfti að líta eftir yngri systkinum sínum vegna veikinda móður sinnar. Þetta hafði mikil andleg áhrif á hann:

„Manni líður eins og maður sé ekki sama manneskjan, mér fannst ég ekki vera Jesse Lingard,“ sagði hann í fyrsta þætti Presenting á dögunum.

„Meira að segja í fótboltaleikjum þá fannst mér eins og leikurinn væri í gangi og ég gat ekkert gert og vildi ekki vera þarna – þetta var mjög furðulegt.“

Lingard lýsti því að móðir hans hefur barist við þunglyndi síðan hann var 12 ára og lá í rúminu alla daga með dregið fyrir. Þá hafi hann mest verið úti í fótbolta og ekki skilið hvað þetta þýddi.

Jesse var mikilvægur hluti af HM liði Englendinga árið 2018 og fannst erfitt að höndla pressuna sem var sett á hann á þessum tíma á meðan hann þurfti að takast á við veikindi móður sinnar. Þetta hafði mikil áhrif á andlega heilsu hans.

„Ég var bara glaður að fá að vera á bekknum og það er alls ekki ég. Hugurinn minn var á allt öðrum stað og mig vantaði einbeitingu. Ég hugsaði um aðra hluti og tókst ekki á við neitt. Ég reyndi að spila fótbolta, en var stressaður og leið illa og gat það ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Markalaust á Villa Park
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðið í Rauðagerði: Kærasta Angjelin á meðal ákærðu

Morðið í Rauðagerði: Kærasta Angjelin á meðal ákærðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö smit utan sóttkvíar

Tvö smit utan sóttkvíar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skoðar hvort Íslendingar framleiði og selji klám á Onlyfans

Lögreglan skoðar hvort Íslendingar framleiði og selji klám á Onlyfans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku
Fréttir
Fyrir 3 dögum
Maríjon til Kvis