fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Fréttir

Harka færist í leikinn í pizzustríðinu á Íslandi: Þórarinn vill keyra Dominos í þrot – „Ég get fullyrt að þetta er búin að vera stemningin hjá þeim“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 22. apríl 2021 13:00

Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Ævarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri pizzustaðarins Spaðans, var gestur í þættinum Dagsmál á Morgunblaðinu og ræddi þar um pizzustríðið á Íslandi. Miðað við orð Þórarins í þættinum má gera ráð fyrir að harka sé að færast í pizzustríðið hér á landi. Þórarinn segir í þættinum að hann ætli að keyra sinn helsta samkeppnisaðila, Dominos, í þrot á næstu árum.

Í þættinum var fjallað um það þegar Þórarinn hafi gert tilboð í Dominos þegar fyrirtækið var til sölu hér á landi í fyrra. Stefán Einar Stefánsson, spyrill þáttarins, spurði Þórarinn út í þetta tilboð og hvers vegna hann ákvað að gera það. „Hugmyndin með þetta allt saman, ef þetta hefði gengið og raungerst og það stefndi í það á tímabili, var að taka DNA úr Spaðanum yfir í Dominos,“ segir Þórarinn og viðurkennir að Spaðinn byggist að stórum hluta á Dominos þegar kemur að flæði, tækjum og tólum á staðnum.

„Það er óhætt að segja að Dominos hafi rekstrarlega séð fullkomnað pizzumódelið,“ segir Þórarinn en honum finnst eins og Dominos hafi farið langt út af sporinu þegar kemur að vörum og verðlagningu. „Þar ætlaði ég að breyta til og laga. Í staðinn fyrir að taka 5 ár í að koma Dominos á hausinn, sem ég ætla að gera, þá hleyp ég bara inn og gleypi þá og breyti markaðnum varanlega.“

„Ég get fullyrt að þetta er búin að vera stemningin hjá þeim“

Þórarinn segir að í pizzubransanum hér á landi séu menn búnir að vera latir og að það hafi einkennt reksturinn síðustu ár. „Dominos verður þannig langstærsti aðilinn á markaðnum og þeir stjórna verðunum. Þegar það kreppti að hjá þeim þá hækkuðu þeir bara í staðinn fyrir að taka til í rekstrinum hjá sér. Ég get fullyrt að þetta er búin að vera stemningin hjá þeim,“ segir hann.

„Menn hafa svolítið bara opnað búðir hægri og vinstri. Í hvert skipti sem það opnar pláss þá hafa þeir opnað búð þar, ekki því það er nein rekstrarleg skynsemi í því heldur vegna þess að þá geta þeir komið í veg fyrir að það komi einhver rekstraraðili. Þegar það er farin að vera minna en 800 metra loftlína á milli pizzustaða undir sama nafninu þá er þetta orðið ansi þétt.“

Þórarinn er á því að það sé veikleiki hvað Dominos er kominn með marga staði hér á höfuðborgarsvæðinu. Hann vill meina að það leiði til verðhækkana og að það sé betra að vera með færri staði sem hafa þó meiri afkastagetu. „Þetta sá ég sem svona áhorfandi í húsgagnasölunni minni í Garðabænum, þetta sá ég sem stóran veikan punkt sem þarf að sækja á.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Maríjon til Kvis
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Saga segir sig frá máli Sölva Tryggva – Biðst afsökunar á hlaðvarpinu

Saga segir sig frá máli Sölva Tryggva – Biðst afsökunar á hlaðvarpinu
Fréttir
Í gær

Jóhann Páll: „Þetta hlýtur að vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar“

Jóhann Páll: „Þetta hlýtur að vera einhver ljótasta birtingarmynd nauðgunarmenningar“
Fréttir
Í gær

Einn greindist utan sóttkvíar

Einn greindist utan sóttkvíar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn hneykslaður á kynferðismálum Íslendinga og segir siðrof hafa orðið – „Hvað er eiginlega að gerast í þjóðfélaginu?“

Björn hneykslaður á kynferðismálum Íslendinga og segir siðrof hafa orðið – „Hvað er eiginlega að gerast í þjóðfélaginu?“