fbpx
Laugardagur 08.maí 2021
Fréttir

Sjáðu það helsta sem kom fram á upplýsingafundinum

Bjarki Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. apríl 2021 11:02

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér verður fjallað um það helsta sem kom fram á upplýsingafundinum vegna Covid-19 í dag.

12 einstaklingar greindust með kórónuveiruna í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Þá kemur einnig fram að 786 manns í sóttkví, 120 eru í einangrun með smit og 3 eru á sjúkrahúsi vegna veirunnar.

2 þeirra sem greindust í gær voru utan sóttkvíar við greiningu.

Fundinn sitja Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Kamilla Sigríður Jósefsdóttir smitsjúkdómalæknir.

Smitin sem eru í gangi í samfélaginu í dag eru tengt hópsmitinu á leikskólanum Jörva og grunnskólasmitunum sem hafa verið í gangi. Smitrakning á smitum seinustu daga hefur gengið vel.

Þórólfur sér ekki fram á að herða aðgerðir innanlands á þessum tímapunkti. Hann er þó með í huganum hugmynd af hertum aðgerðum sem hann mun skila inn skuli hann sjá fram á að það þurfi.

Þórólfur þakkaði nokkrum aðilum fyrir framlag sitt gegn Covid-19. Hann nefnir heilsugæsluna, veirufræðideild Landspítalans, Íslenska erfðagreiningu, starfsfólki hjá Embætti landlæknis og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Kamilla segir 10% fullorðna einstaklinga á Íslandi nú vera fullbólusetta. Sú tala mun hækka næstu vikur þar sem magn bóluefna sem við fáum er að aukast. Janssen bóluefnið verður dreift í næstu viku og verður tekið í notkun samstundis hér á landi. 16.000 skammtar af AstraZeneca eru á leiðinni frá Noregi og mun yngra fólk mögulega fá AstraZeneca á næstunni.

Þeir sem fá boð með áhættuhópum þurfa ekki að tilkynna ef þau fara ekki í bólusetningu þar sem þau fá einnig boð þegar kemur að þeirra aldurshópi.

Ekki er víst hvort við fáum fleiri skammta af AstraZeneca frá öðrum löndum eins og Danmörku og Noregi.

Kamilla var spurð hvers vegna við förum ekki sömu leið og Danir og Norðmenn í bólusetningum með AstraZeneca. Hún segir áhættan við Covid-19 sé meiri en áhættan við aukaverkanir AstraZeneca. Við höfum ekki séð sama fjölda aukaverkana og Noregur og því ekki ástæða til að hætta.

Það mun koma að því að börn verði bólusett. Pfizer er langt komið með rannsókn á aldurshópnum 12-15 ára en niðurstöður liggja ekki fyrir og því ekki hægt að gefa út hvenær það yrði gert.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Greiningargeta á kórónuveirusýnum nálgast þolmörk

Greiningargeta á kórónuveirusýnum nálgast þolmörk
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Aukning á atvinnuþátttöku gæti orðið hröð í sumar

Aukning á atvinnuþátttöku gæti orðið hröð í sumar
Fréttir
Í gær

Vantar betri búnað til að takast á við gróðurelda og þörf á aukinni menntun slökkviliðsmanna

Vantar betri búnað til að takast á við gróðurelda og þörf á aukinni menntun slökkviliðsmanna
Fréttir
Í gær

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári