fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fréttir

Skólaferð hjá Álftamýrarskóla endar með smiti, skimun og sóttkví

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 10:37

Mynd/UMFÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Covid-19 smit hefur komið upp hjá nemanda í 9. bekk Álftamýrarskóla en skólinn er á öðrum degi í fimm daga skólaferð á Laugarvatni. Þetta herma öruggar heimildir DV. Foreldrar og forráðamenn barna í árganginum fengu póst í dag þar sem þeim var tilkynnt um þetta.

Börnin verða færð samstundis aftur til Reykjavíkur og fara í sýnatöku og í sóttkví. Foreldrar voru beðnir um að sækja börnin með grímu eftir sýnatöku og mega nemendurnir ekki umgangast aðra á heimilum sínum þangað til niðurstöður eru komnar úr sýnatöku.

Ekki náðist samband við Hönnu Guðbjörgu Birgisdóttur, skólastjóra Álftamýrarskóla, við gerð fréttarinnar.

Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, upplýsingafulltrúi UMFÍ sem rekur ungmennabúðirnar á Laugarvatni, segir í samtali við DV að nemandinn sem reyndist smitaður af veirunni hafi ekki verið með í ferðinni. Aðilinn greindist smitaður í gærkvöldi og hafði hann verið í sóttkví frá því um helgina. Hann hafði mætt í skólann á föstudaginn og því var ákveðið að senda börnin heim af varúðarráðstöfunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum
Þrjú smit í gær
Fréttir
Í gær

Slökkviliðið kallað út vegna sinubruna í Laugarnesi – MYNDIR

Slökkviliðið kallað út vegna sinubruna í Laugarnesi – MYNDIR
Fréttir
Í gær

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Datt og þríbrotnaði á leiðinni frá eldgosinu – Lýsir mögnuðum náungakærleik Íslendinga og þakkar ókunnugu stúlkunni

Datt og þríbrotnaði á leiðinni frá eldgosinu – Lýsir mögnuðum náungakærleik Íslendinga og þakkar ókunnugu stúlkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm smit og flestir í sóttkví

Fimm smit og flestir í sóttkví