fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fréttir

Herra Hnetusmjör er kominn með nóg: Ætla að loka veginum inn í landið í mótmælaskyni – „Manni er í rauninni hætt að standa á sama“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 20. apríl 2021 11:43

Herra Hnetusmjör og Covid-19 - Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Páll Árnason, sem betur er þekktur sem rapparinn Herra Hnetusmjör, hefur fengið sig fullsaddan af aðgerðarleysi stjórnvalda þegar kemur að smitum sem koma í gegnum landamærin. Árni hefur nú ákveðið að efna til aðgerða í mótmælaskyni, það er að loka veginum við flugvöllinn í Keflavík.

Í samtali við DV segir Árni að ástæðan fyrir þessum mótmælum er sú að hann og aðrir fylgjast daglega með fréttum af kórónuveirunni hér á landi. „Frétt eftir frétt eftir frétt er sagt frá því að mikið af smitum eru rakin til landamærana, núna síðast leikskólinn Jörfi. Manni er í rauninni hætt að standa á sama. Þarna eru börn á leikskólaaldri smituð út af einhverjum fávita sem virti ekki sóttkví, einhver ferðalangur. Hvort sem það er Íslendingur eða ferðamaður, það skiptir ekki máli, þetta er á landamærunum,“ segir Árni sem vill loka landinu.

„Þetta er ekki öruggt núna“

Þegar Árni talar um að loka landinu á hann ekki við að banna öllum að koma hingað til lands, hann vill fara sömu leið og Nýja-Sjáland hefur farið í þessum heimsfaraldri. „Þegar ég segi lokum landamærunum þá er ég að tala um Nýsjálensku leiðina, það er að ef þú kemur hingað þá ferðu í tveggja vikna sóttkví á sóttvarnarhúsi,“ segir hann.

„Það þarf bara að hafa þetta öruggt, þetta er ekki öruggt núna, það eru fávitar sem fylgja þessu ekki og þá þarf bara að hafa þetta harðara, herða landamærin. Það eru að koma smit í gegnum landamærin, nýtt og nýtt afbrigði og allt fer í lás hér innanlands. Svo halda ferðalangarnir áfram að koma inn og út eins og þeim sýnist.“

„Ótrúlega mikið óbragð í munninn“

Árni vildi gera eitthvað stærra en að senda undirskriftalista eða að mæta á Austurvöll og mótmæla. „Mér finnst persónulega ekki að undirskriftalisti skili neinu. Það er bara einhver grein sem ríkisstjórnin sér í hádeginu. Ég er líka á því að mótmæli á Austurvelli séu ekki að fara að gera neitt, að öskra þarna fyrir framan Alþingishúsið, það gerir heldur ekki neitt. Þau borða bara sinn hádegismat þarna inni og bíða eftir að við förum,“ segir hann

„Þegar maður sér hvað er búið að virka úti í heimi þá fær maður svo ótrúlega mikið óbragð í munninn þegar maður sér alltaf sömu mistökin vera gerð á landamærunum.“

„Ég hvet alla sem hafa fengið sig fullsadda til að mæta“

Íbúar á Suðurnesjum þurfa ekki að hafa áhyggjur af mótmælunum samkvæmt Árna en hann segir að það verði séð til þess að brauðin verði greið fyrir íbúa á svæðinu.

„Vert er að taka fram að við munum einungis leggja bílum frá flugvellinum að hringtorginu svo við hömlum ekki nauðsynlega þjónustu fyrir íbúa á Suðurnesjum. Ég hvet alla sem hafa fengið sig fullsadda til að mæta og jafnframt halda sig inni í bílunum til að gæta að sóttvörnum,“ segir í tilkynningunni um mótmælin á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku
Fréttir
Í gær

BYKO hefur sölu á Honda aflvélum

BYKO hefur sölu á Honda aflvélum
Fréttir
Í gær

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vopnaðir menn brutust inn í hús á Grensásvegi

Vopnaðir menn brutust inn í hús á Grensásvegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar gefa öndunarvélar til Indlands

Íslendingar gefa öndunarvélar til Indlands