fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Orðrómur um rýmingu í Grindavík reyndist vera sökum þaulskipulagðs símahrekks – Alvarlegt mál segir lögreglan

Bjarki Sigurðsson, Heimir Hannesson
Mánudaginn 19. apríl 2021 16:42

Eldgos í Geldingadölum Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óprúttinn aðili notfærði sér vefforrit til þess að hringja í að minnsta kosti einn aðila í Grindavík og ljúga því að rýming væri fyrirhuguð í bæjarfélaginu á næstu tveimur dögum vegna eldgossins í Geldingadölum. Þetta staðfestir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, í samtali við DV.

Forritið gerði það að verkum að símanúmer lögreglunnar birtist á síma móttakans. Símaatið virðist því hafa verið þaulskipulagt.

Að sögn Gunnars er málið er litið alvarlegum augum og er rannsókn á málinu hafin. Aðilinn virðist hafa ætlað sér að setja af stað orðróm meðal Grindvíkinga um rýmingu sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum.

Heimildir DV herma að lögreglan hafi verið farin að fá fyrirspurnir um málið frá fjölmiðlum áður en hún heyrði af símahrekknum sjálf.

Eldgosið í Geldingadölum hefur nú staðið yfir í 30 daga en í dag virðist einn gíganna hafa gefist upp á gosinu. Hann hafði myndast á annan í páskum og gosið allt til dagsins í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu