fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Fréttir

Óhugnanleg sjón blasti við gangandi vegfarendum við Hvalsnes

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 21:30

Mynd/Náttúrustofa Suðausturlands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við Hvalsnes og á Suðurfjörum hafa vegfarendur rekist á nokkurn fjölda dauðra fugla. Náttúrustofu Suðausturlands barst tilkynningu um þetta og tilkynnti Matvælastofnun um málið.

Dánarorsök fuglanna, sem flestir eru gæsir og álftir, eru óljós og er möguleg smithætta af hræjum þeirra. Samkvæmt RÚV eru hræin alls 53 talsins og eru þau flest öll uppétin af krumma eða frændum hans. Erfitt er að taka sýni úr fuglunum þar sem lítið er eftir af þeim nema bein.

Fuglaflensan hefur gert var við sig víða um Evrópu undanfarna mánuði og sum afbrigði hennar geta smitast í menn. Því þarf að bregðast fljótt við þessu og komast til botns í málinu.

Viðbúnaðarstig Matvælastofnunar vegna fuglaflensu hækkaði í seinasta mánuði. Afleiðingar smits á stórum alifuglabúum eru mjög alvarlegar en komi upp smit þar yrði allur bústofninn skorinn niður og starfsemi á stóru svæði takmörkuð.

Fólki er ráðlagt að sleppa því að taka upp eða snerta hræ sem það sér á víðavangi. Mikilvægt er að tilkynna um hræ fugla sem ekki hafa drepist vegna slysa úti í náttúrunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Maríjon til Kvis
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu
Fréttir
Í gær

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana
Fréttir
Í gær

Innbrot í ljósmyndavöruverslun – Sinubruni og fjársvik

Innbrot í ljósmyndavöruverslun – Sinubruni og fjársvik