fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

13 smit í gær – Hátt hlutfall greindist utan sóttkvíar

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 18. apríl 2021 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

13 einstaklingar greindust með Covid-19 í gær. Fimm einstaklingana voru í sóttkví við greiningu en samkvæmt tilkynningu almannavarna um málið hafði sóttkvíin staðið stutt yfir þegar smitin greindust.

Að minnsta kosti 10 af smitunum sem greindust í gær tengjast leikskólanum Jörfa við Hæðagarð í Reykjavík. Allir starfsmenn og nemendur skólans eru nú í sóttkví en það eru tæplega 100 börn og 33 starfsmenn.

„Samkvæmt nýlegum leiðbeiningum um heimasóttkví þurfa allir sem dvelja á sama heimili að vera í sóttkví og því má búast við að mjög margir verði í sóttkví þessu tengt næstu daga,“ segir í tilkynningu almannavarna.

Öllum börnum, foreldrum og starfsmönnum leikskólans verður boðið að fara í skimun í dag og verður sérstakur valhnappur settur upp á síðunni heilsuvera.is í tengslum við það.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og almannavarnir hvetja alla þá sem hafa umgengist starfsmenn eða börn á leikskólanum Jörfa síðustu viku að fara í skimun. Þessi tilmæli eiga jafnt við um börn sem og fullorðna. „Einnig hvetjum við íbúa sem búa í næsta nágrenni leikskólans að fara í skimum, ástæðan er mikil samskipti á milli fólks og krakkarnir eðlilega mikið að ferðinni,“ segir í tilkynningunni.

„Mikilvægt er að allir sem finna fyrir minnstu einkennum sem gætu bent til COVID-19 fari í skimun. Til upprifjunar geta einkenni COVID-19 verið mismunandi milli einstaklinga og sumir fá væg einkenni en þau geta verið: hiti, hósti, andþyngsli, kvef, hálsbólga, beinverkir, höfuðverkur; sjaldgæfari einkenni eru ógleði, þreyta, uppköst og skyndilegt tap á bragð- og lyktarskyni.“

Fólk sem hefur verið veikt er hvatt til þess að snúa ekki aftur til vinnu fyrr en það hefur fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku. Stjórnendur og atvinnurekendur eru beðnir að huga sérstaklega að þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi