fbpx
Þriðjudagur 11.maí 2021
Fréttir

13 smit í gær – Hátt hlutfall greindist utan sóttkvíar

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 18. apríl 2021 11:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

13 einstaklingar greindust með Covid-19 í gær. Fimm einstaklingana voru í sóttkví við greiningu en samkvæmt tilkynningu almannavarna um málið hafði sóttkvíin staðið stutt yfir þegar smitin greindust.

Að minnsta kosti 10 af smitunum sem greindust í gær tengjast leikskólanum Jörfa við Hæðagarð í Reykjavík. Allir starfsmenn og nemendur skólans eru nú í sóttkví en það eru tæplega 100 börn og 33 starfsmenn.

„Samkvæmt nýlegum leiðbeiningum um heimasóttkví þurfa allir sem dvelja á sama heimili að vera í sóttkví og því má búast við að mjög margir verði í sóttkví þessu tengt næstu daga,“ segir í tilkynningu almannavarna.

Öllum börnum, foreldrum og starfsmönnum leikskólans verður boðið að fara í skimun í dag og verður sérstakur valhnappur settur upp á síðunni heilsuvera.is í tengslum við það.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og almannavarnir hvetja alla þá sem hafa umgengist starfsmenn eða börn á leikskólanum Jörfa síðustu viku að fara í skimun. Þessi tilmæli eiga jafnt við um börn sem og fullorðna. „Einnig hvetjum við íbúa sem búa í næsta nágrenni leikskólans að fara í skimum, ástæðan er mikil samskipti á milli fólks og krakkarnir eðlilega mikið að ferðinni,“ segir í tilkynningunni.

„Mikilvægt er að allir sem finna fyrir minnstu einkennum sem gætu bent til COVID-19 fari í skimun. Til upprifjunar geta einkenni COVID-19 verið mismunandi milli einstaklinga og sumir fá væg einkenni en þau geta verið: hiti, hósti, andþyngsli, kvef, hálsbólga, beinverkir, höfuðverkur; sjaldgæfari einkenni eru ógleði, þreyta, uppköst og skyndilegt tap á bragð- og lyktarskyni.“

Fólk sem hefur verið veikt er hvatt til þess að snúa ekki aftur til vinnu fyrr en það hefur fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku. Stjórnendur og atvinnurekendur eru beðnir að huga sérstaklega að þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Maríjon til Kvis

Maríjon til Kvis
Fréttir
Í gær

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“
Fréttir
Í gær

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört
Fréttir
Í gær

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Plastgerð Suðurnesja – Sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi

Harmleikur í Plastgerð Suðurnesja – Sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maður á sjötugsaldri fékk grunnskólastelpur heim til sín, veitti þeim áfengi og áreitti þær

Maður á sjötugsaldri fékk grunnskólastelpur heim til sín, veitti þeim áfengi og áreitti þær
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bragi ætlar breyta veitingastöðunum sínum í kjölfar #MeToo umræðunnar – „Það var nógu erfitt að sjá þetta í fyrsta skipti“

Bragi ætlar breyta veitingastöðunum sínum í kjölfar #MeToo umræðunnar – „Það var nógu erfitt að sjá þetta í fyrsta skipti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Apótekaraskelfirinn fékk þungan dóm

Apótekaraskelfirinn fékk þungan dóm