fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Fréttir

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 13:45

Við Reykjanes. Mynd tengist frétt ekki beint Mynd/Heiða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fiskibátur á netaveiðum með tvo um borð strandaði í Krossavík, austan við Reykjanestá, í hádeginu í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um strandið klukkan 12:46. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar í stað kölluð út sem og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Skömmu eftir strandið losnaði fiskibáturinn af strandstað og gat siglt fyrir eigin vélarafli. Skrúfa bátsins var löskuð en enginn leki hafði komið að honum. Veður var með ágætum og aðstæður góðar.

Björgunarskipið Oddur V. Gíslason og björgunarbáturinn Árni í Tungu héldu til móts við fiskibátinn frá Grindavík og TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 13:00. Þegar björgunarskipið var komið að fiskibátnum var þyrla Landhelgisgæslunnar afturkölluð. Fiskibátnum er nú fylgt til hafnar í Grindavík af björgunarskipinu Oddi V. Gíslasyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir lögreglu hafa vitað í töluverðan tíma að Anton væri saklaus – „Það er ekki hægt að fá bornar á sig stærri sakir“

Segir lögreglu hafa vitað í töluverðan tíma að Anton væri saklaus – „Það er ekki hægt að fá bornar á sig stærri sakir“
Fréttir
Í gær

Slökkviliðið kallað út vegna sinubruna í Laugarnesi – MYNDIR

Slökkviliðið kallað út vegna sinubruna í Laugarnesi – MYNDIR
Fréttir
Í gær

Anton Kristinn ekki ákærður í Rauðagerðismálinu

Anton Kristinn ekki ákærður í Rauðagerðismálinu
Fréttir
Í gær

Nammistríð: Nýjasta útspil Nóa Siríus vekur mikla reiði hjá Góu – „Þetta er bara lélegt“

Nammistríð: Nýjasta útspil Nóa Siríus vekur mikla reiði hjá Góu – „Þetta er bara lélegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Maríjon til Kvis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“

Gunnar smíðakennari reynir að staðsetja sig í metoo-umræðunni – „Kannski er ég þjakaður af erfðasynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu