fbpx
Miðvikudagur 12.maí 2021
Fréttir

Sjáðu myndbandið: Lentu á Íslandi og fóru beint að eldgosinu – „Ég hata þessi fucking gerpi svo mikið“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 12. apríl 2021 12:30

Skjáskot úr fréttatíma Stöðvar 2.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af túristum sem voru mættir að gosstöðvunum í Geldingadal einungis 12 tímum eftir komu til landsins hefur vakið gríðarlega athygli á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Um er að ræða klippu úr fréttatíma Stöðvar 2 þar sem túristarnir eru spurðir út í ferð sína. „Hve lengi hafið þið dvalið hér á landi?“ spyr fréttakona Stöðvar 2 og túristarnir segjast hafa komið deginum áður. „Kannski í 12 tíma og við fórum svo beint hingað,“ segja þau. „Hafið þið þá ekki farið í sóttkví?“ spyr fréttakonan þá og túristarnir svara því neitandi.

Það sem gerir myndbandið svo einstakt er endirinn á því en þegar túristarnir svara neitandi tekur við kreditlistinn og samsvarandi tónlist úr þáttunum Curb Your Enthusiasm. Tónlistin sem um ræðir hefur á undanförnum árum verið afar vinsæl í myndböndum þar sem sjá má fólk hefur gert eitthvað fáránlega vitlaust. Fyrir áhugasama heitir lagið Frolic og er eftir Luciano Michelini.

Myndbandið var upphaflega birt á samfélagsmiðlinum TikTok en síðan þá hefur því verið mikið dreift á öðrum samfélagsmiðlum eins og Twitter. „Ég hata þessi fucking gerpi svo mikið MIG LANGAR BARA að getA KOMIST Í FUCKING SUND FÍFLIN YKKAR FOKKING AAAAAAAAAAHHHHHRHRG,“ segir til dæmis einn Íslendingur sem deilir myndbandinu.

@heroicelandSeeing the volcano as quickly as they can. So many people breaking quarantine for their selfish ways.##covid19 ##quarantine ##duo ##viral ##fyp♬ original sound – Hero Productions

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir í samtali við DV að hann þekki ekki þetta einstaka mál. Hann segir þó að fólk eigi ekki að fara beint inn í landið nema niðurstöður sýnatökunnar liggi fyrir. „Það náttúrulega á ekki að vera þannig. Þegar fólk kemur til landsins þá fer það í sýnatöku og á að bíða eftir niðurstöðum úr henni,“ segir hann en bendir á að niðurstöðurnar geti verið fljótar að skila sér.

Túristarnir í myndbandinu gætu því hafa verið að fara eftir lögum og reglum. „Þær geta verið tiltölulega fljótar að skila sér, það getur verið innan nokkurra klukkutíma. Þannig fræðilega séð getur túristi sem kemur hingað í landið verið laus samdægurs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku

Almar ráðinn fagsviðsstjóri hjá Samorku
Fréttir
Í gær

BYKO hefur sölu á Honda aflvélum

BYKO hefur sölu á Honda aflvélum
Fréttir
Í gær

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört

Bókunum í flug hingað til lands fjölgar ört
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana

Banna sölu á maíspokum á kassasvæðum verslana
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vopnaðir menn brutust inn í hús á Grensásvegi

Vopnaðir menn brutust inn í hús á Grensásvegi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingar gefa öndunarvélar til Indlands

Íslendingar gefa öndunarvélar til Indlands