fbpx
Laugardagur 08.maí 2021
Fréttir

Fékk ekki styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands og gekk of langt – „Þá geta þau bara átt sig“

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 19:00

Mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Sódóma Reykjavík er eitt vinsælasta verk íslenskrar kvikmyndasögu. Myndin kom út árið 1992 og seldust 38.500 miðar á myndina á meðan hún var í sýningu sem verður að teljast ágætis sala.

Fjallað er um myndina í þáttunum Ísland: Bíóland á RÚV en þar er rætt við leikstjóra myndarinnar, Óskar Jónasson. Sódóma Reykjavík var hans fyrsta bíómynd í fullri lengd en hann fékk neitun frá Kvikmyndasjóði Íslands þegar hann sótti um styrk til að framleiða myndina.

„Þarna hafði ég fengið neitun frá Kvikmyndasjóði Íslands um styrk og þá hugsaði ég: „Ókei, þá geta þau bara átt sig, ég ætla að skrifa allt sem mér dettur í hug og setja allt það rugl sem að poppar upp í hausinn á mér inn í þetta handrit og hún verður bara framleidd einhvern veginn öðruvísi,““ segir Óskar í þættinum en hann fór í sumarbústaðarferð í Skorradal til að skrifa handritið.

Meðan hann dvaldi í sumarbústaðnum skrifaði hann til að mynda eitt eftirminnilegasta atriði myndarinnar, kyndiklefasenuna. Hann segist hafa vitað að hann væri að ganga of langt en honum hafi fundist atriðið of fyndið þannig hann þurfti að hafa það inni í myndinni.

Á tímabili fylgdi Sódóma Reykjavík á VHS-spólu með pylsupökkum á tilboði í matvöruverslunum. Óskar segir að það hafi tekið á að sjá myndina sína ofan í frysti, plastaða við pylsupakka, en bendir á að tilboðið hafi líklegast gert meira gott en illt.

„Ég gleymi aldrei augnablikinu þegar ég er að labba inn í einhverja búð og rek augun í myndina mína hélaða ofan í frysti. Það var skelfilegt. Það nísti hjarta mitt að sjá hana í þessu ástandi, búið að plasta hana við pylsupakka. En þetta var gæfusporið eftir á að hyggja því allt í einu eignuðust öll heimili myndina,“ segir Óskar.

Hægt er að horfa á Sódóma Reykjavík í spilara RÚV til 10. júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aldraður maður barinn til óbóta

Aldraður maður barinn til óbóta