fbpx
Fimmtudagur 13.maí 2021
Fréttir

Bryndís Schram um kynni sín af Filippusi – „Hann sýndi engan áhuga og hreytti út úr sér hálfgerðum ónotum“

Bjarki Sigurðsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð veit þá lést Filippus Bretaprins þann 9. apríl síðastliðinn. Filippus fylgdi Elísabetu drottningu um heim allan og var hann með henni þegar hún heimsótti Ísland árið 1990.

Bryndís Schram hitti þau hjónin ásamt eiginmanni sínum, Jóni Baldvin Hannibalssyni, sem var utanríkisráðherra Íslands á þeim tíma. Þau fylgdu þeim meðal annars til Nesjavallavirkjunar þar sem drottningin vildi skoða svæðið. Hún rifjar upp þessi kynni sín í pistil á vísir.is

„Við héldum „social distance“ í rútunni. Ekki út af Covid-19, heldur af tillitssemi við hirðsiði drottningar. Það má enginn ávarpa drottninguna að fyrra bragði. Og almúgafólki ber að halda sig í hæfilegri fjarlægð,“ segir Bryndís en Jóni var síðan boðið að setjast við hlið drottningarinnar.

Hún vildi fá að vita meira um jarðhitaævintýri Íslendinga og var verulega vel upplýst og forvitin um svæðið. Hún vildi vita hvað hún gæti lært af gestgjöfum sínum. Bryndís segir Filippus hins vegar ekki hafa verið jafn áhugasaman.

„Öðru máli gegndi um eiginmanninn. Þetta var síðla hausts og fimbulkuldi úti. Þegar komið var í áfangastað til að skoða virkjunina undir leiðsögn jarð- og verkfræðinga, áttu sér stað eftirfarandi orðaskipti drottningar og eiginmannsins. Hann sagði: „Ég fer ekki fet út í þennan fimbulkulda. Þú ræður, hvað þú gerir, en ég fer ekki fet“. Drottningin gaf honum augnaráð, sem lýsti ekki bara vonbrigðum heldur vorkunnsemi. Hún fór út og gegndi skyldum sínum. Og kom til baka geislandi af áhuga. Hann sýndi engan áhuga og hreytti út úr sér hálfgerðum ónotum,“ segir Bryndís.

Bryndís segist hafa rifjað þessa sögu upp eftir að íslensk kona birti mynd af sér með Filippusi, þar sem má sjá glitta í Jón Baldvin í bakgrunninum. Myndin er einstaklega falleg og þar má sjá Filippus klappa hundi með fjölda fólks í kringum sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Þrjú smit í gær
Fréttir
Í gær

Slökkviliðið kallað út vegna sinubruna í Laugarnesi – MYNDIR

Slökkviliðið kallað út vegna sinubruna í Laugarnesi – MYNDIR
Fréttir
Í gær

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð

Hin ákærðu í Rauðagerðismálinu sökuð um samverknað um morð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Datt og þríbrotnaði á leiðinni frá eldgosinu – Lýsir mögnuðum náungakærleik Íslendinga og þakkar ókunnugu stúlkunni

Datt og þríbrotnaði á leiðinni frá eldgosinu – Lýsir mögnuðum náungakærleik Íslendinga og þakkar ókunnugu stúlkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi

Telur að Leirfinnur hafi ekki verið að hringja í Geirfinn – „Maðurinn í leðurjakkanum“ hvarfinu óviðkomandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu

Tvær sem greindust í gær komnir á gjörgæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm smit og flestir í sóttkví

Fimm smit og flestir í sóttkví