fbpx
Laugardagur 08.maí 2021
Fréttir

Enn klofnar jörð á Reykjanesi – Fjórða gossprungan opnaðist í nótt

Heimir Hannesson
Laugardaginn 10. apríl 2021 08:03

Eldgos á Reykjanesi Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Um eða upp úr klukkan þrjú í nótt varð vaktin á Veðurstofunni þess vör að líklega hefði enn önnur sprunga opnast, nú á miðja vegu milli þeirra gosstöðva sem opnuðust á hádegi þann 5. apríl og á miðnætti aðfaranótt 7. apríl.“ Þetta segir í tilkynningu frá Veðurstofunni sem fréttastofu DV barst í morgunsárið.

Segir að við sjónrænt mat á vefmyndavélum virðist sem hrauntaumurinn sameinast því hraunflæði er rennur í Geldingadali úr norðri. Í tilkynningu veðurstofunnar frá því í gær var sérstaklega varað við því svæði sem nú hefur tekið að gjósa. Svo virðist sem nýja sprungað hafi opnast undir nýrunnu hrauni.

Á vef Veðurstofunnar segir: „Mesta skjálftavirknin síðustu tvær vikur er norðarlega í kvikuganginum og nær að Keili. Rétt sunnan við Keili, við Litla-Hrút, mælast grunnir skjálftar og er fylgst vel með þeirri virkni. Grunnir skjálftar geta verið vísbending um að kvika sé að leita til yfirborðs. Ekki er því hægt að útiloka að kvika nái til yfirborðs norðar yfir í kvikuganginum sem nær að Keili.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aldraður maður barinn til óbóta

Aldraður maður barinn til óbóta