fbpx
Laugardagur 08.maí 2021
Fréttir

Allt á suðupunkti í pólitíkinni vestanhafs – Biden skoðar að fjölga hæstaréttardómurum

Heimir Hannesson
Laugardaginn 10. apríl 2021 10:39

Joe Biden. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, hafi verið og verði um aldur og ævi umdeildur maður. Forsetatíð hans markaðist af klofningi milli pólitískra fylkinga og hatri eða aðdáun sem teygði sig í áður óséðar öfgar. „Ýmist hataður eða dáður,“ hefur áður verið notað um stjórnmálamenn, meðal annars hér á landi, en aldrei hefur það þótt jafn lýsandi og í dæmi Donalds Trumps.

Nú, ársfjórðungi eftir að Donald Trump lét sig hverfa úr Washingtonborg og gerði sig þannig að fjórða „skróparanum“ úr innsetningarathöfn arftaka síns, hefur pólitíska umræðan enn og aftur snúist að honum. Nú eru það dómararnir sem hann skipaði í valdatíð sinni sem valda titringi.

Hæstiréttur Bandaríkjanna skipa níu einstaklingar. Í áratugi hefur tekist að viðhalda þar nokkuð sanngjörnu valdajafnvægi sem báðar hliðar bandarískra stjórnmála hafa sætt sig við, að mestu. Í kjölfar andláts Ruth Bader Ginsburg í september á síðasta ári riðlaðist það valdajafnvægi með óásættanlegum hætti, að mati vinstri vængs Bandaríkjanna. Demókratar misstu þar kyndilbera frjálslyndis og framsækni úr Hæstarétti, og fengu í staðinn Amy Coney Barrett, andlit bandarískrar íhaldsstefnu.

Það sem særði vinstri vænginn vafalaust hvað mest er að þegar Amy tók við embætti sínu, voru aðeins örfáir dagar í forsetakosningar, sem Trump átti eftir að tapa. Svipað var uppi á teningnum árið 2016, á lokametrum Baracks Obama, en þá lést Antonin Scalia, annálaður íhaldsmaður og höfundur fjölmargra sérálita sem stjórnarskrársinnar á hægri væng stjórnmálanna líta til af mikilli hrifningu. Obama gerði þá tillögu að því að skipa Merrick Garland í sæti Scalia, en Repúblikanar sem þá stjórnuðu efri deild þingsins neituðu að fjalla um skipunina. Þá með þeim rökum, að ekki væri rétt að veita dómara ævilanga skipun í jafn pólitískt hlaðið dómarasæti á kosningaári. Hræsni Repúblikana var því óneitanlega mikil þegar þeir keyrðu skipun Amy Coney Barrett í gegn af miklu kappi árið 2020.

Valdajafnvægið er nú horfið og „staðan“ 6-3 fyrir íhaldinu.

Nú gætu Repúblikanar hafa gengið og langt, segja sumir vestanhafs. New York Times greindi til dæmis frá því í gærkvöldi að Biden hefði skipað nefnd til þess að skoða möguleikann á því að „pakka“ Hæstarétt. „Pökkun“ Hæstaréttar er slangur úr bandarískri stjórnmálaumræðu, og merkir að fjölga sætum í Hæstarétti á einu bretti með þann augljósa tilgang að riðla ríkjandi valdaskipulagi á meðal dómara.

Hugmyndin er ekki ný af nálinni og hefur verið rædd í áratugi, en alltaf með þeim heimspekilegu fyrirvörum: „Hvað ef…“

Með skipun Bidens á nefnd sem fjalla á um lagalega og pólitíska möguleika á að gera alvöru úr málinu hefur Biden tekist einmitt það, að gera alvöru úr málinu.

Samkvæmt umfjöllun New York Times um málið var nefndinni jafnframt falið að skoða möguleika á öðrum breytingum á skipun dómara við Hæstarétt, meðal annars að koma á kjörtímabilum í réttinum.

Repúblikanar og fjölmiðlar hliðhollir þeim tóku málið föstum tökum strax í gærkvöldi. New York Post sagði hugmynd Bidens „hroðalega.“

Sjá nánar á vef New York Times.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Greiningargeta á kórónuveirusýnum nálgast þolmörk

Greiningargeta á kórónuveirusýnum nálgast þolmörk
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Aukning á atvinnuþátttöku gæti orðið hröð í sumar

Aukning á atvinnuþátttöku gæti orðið hröð í sumar
Fréttir
Í gær

Vantar betri búnað til að takast á við gróðurelda og þörf á aukinni menntun slökkviliðsmanna

Vantar betri búnað til að takast á við gróðurelda og þörf á aukinni menntun slökkviliðsmanna
Fréttir
Í gær

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári

Mjög þurrt í höfuðborginni það sem af er ári