fbpx
Miðvikudagur 07.desember 2022
Fréttir

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 4. mars 2021 09:50

Hjalti Árnason, faðir Árna Gils Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Árni Gils son­ur minn sat í gæslu­v­arðhaldi og ein­angr­un­ar­vist í 277 daga og hef­ur nú haft stöðu sak­born­ings frá 5. mars 2017. Mál Árna Gils Hjalta­son­ar er komið fyr­ir dóm­stóla í fjórða sinn. Dóm­ur Arn­gríms Ísberg í héraðsdómi 2017 var ógild­ur. Dóm­ur­inn var það fá­rán­leg­ur að Hæstirétt­ur þurfti að benda á átta atriði sem ekki þóttu boðleg í ís­lensku réttar­fari. Málið var siglt í strand.“

Svona hefst pistill sem Hjalti Úrsus Árnason, faðir Árna Gils, skrifar en pistillinn birtist í Morgunblaðinu í dag. Í pistlinum fer Hjalti yfir mál sonar síns en miðað við orð hans var eitthvað gruggugt á seyði í meðferð málsins. „Aðal­vitnið og brotaþoli breyttu framb­urði sín­um í hvert skipti sem þau voru yf­ir­heyrð. Tækni­deild lög­reglu hafði ekki verið kölluð til. Ekk­ert blóð var á vett­vangi átaka. Hæð og þyngd ákærða voru birt op­in­ber­lega. Ákærði var yf­ir­heyrður á nær­föt­um og leidd­ur þannig fyr­ir dóm­ara,“ segir Hjalti til dæmis í pistlinum.

„Lög­regl­an þurfti margsinn­is að breyta ákær­unni og at­b­urðarás­inni og nú var svo komið að frá­sögn­in var orðin það ótrú­leg að hún var vart boðleg og þá kom ný skýr­ing: „Ákærði var full­ur af eit­ur­lyfj­um,“ sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem lágu fyr­ir og nú var búið að upp­lýsa þann lög­reglu­mann sem stjórnaði rann­sókn­inni um að svo væri.“

Eins og Hjalti segir í upphafi pistilsins er mál sonar hans komið enn á ný fyrir dómstóla.

Lesa meira: Áfrýjun Árna Gils fyrir Landsrétt – Fékk fjögurra ára fangelsi – Faðir hans gagnrýnir rannsóknina og málsmeðferðina

„Eng­in blóðsýni, ekk­ert blóð, ekk­ert DNA, eng­inn hníf­ur“

Hjalti talar um blóðprufu sem á að hafa verið tekin af syni hans. „Komið hef­ur í ljós að öll gögn sem tengdu brotaþola við meinta blóðprufu, svo sem blóðtöku­vott­orð og fleira, hafi týnst í vörslu lög­reglu,“ segir Hjalti og fer yfir það sem hann segir líklega vera kjarna málsins. „Kjarni máls­ins er lík­lega sá að við yf­ir­heyrslu 5. mars sagði ákærði rétt frá: Brotaþoli kom með hníf­inn á vett­vang, brotaþoli kom hnífn­um und­an, brotaþoli réðst að Árna með hníf og var hann með varn­arsár því til staðfest­ing­ar þótt ákæru­vald­inu hafi ekki þótt til­efni til að Árni Gils fengi áverka­vott­orð eða farið væri með hann á bráðadeild.“

Samkvæmt Hjalta var ákæruvaldið þarna komið í verulegan vanda þar sem það þurfti nú að dæma í málinu í þriðja sinn. „Á þessum tíma­punkti var þá ákveðið að beita Geirfinnsaðferðinni. Geirfinnsaðferðin er byggð á því að fá þýsku­mæl­andi trú­verðugan mann, í þetta skipti Sebastian Kunz rétt­ar­meina­fræðing, til þess að blása lífi í ákær­una,“ segir Hjalti.

„Það er þó al­gjört auka­atriði hvort lyk­il­vitni í mál­inu séu marg­saga, þótt tækni­deild lög­reglu hafi ekki verið kölluð til, eng­in blóðsýni, ekk­ert blóð, ekk­ert DNA, eng­inn hníf­ur, eng­ar ljós­mynd­ir af áverk­um. Þótt framb­urður ákærða hafi verið stöðugur í þau fjög­ur skipti sem hann var yf­ir­heyrður og allt sem hann sagði hafi verið rétt. Kunz hafði ekki úr miklu að moða, hann hafði ekki séð brotaþola, hvað þá skoðað þá áverka sem hann fékk per­sónu­lega, hann bygg­ir mat sitt ein­vörðungu á rönt­gen­mynd en seg­ist þó ekki vita ná­kvæm­lega hvar áverk­inn sé.“

Hjalti segir Kunz hafa komið með sjálfstætt mat þar sem hann hafi tilkynnt það opinberlega að hann taki ekki mark á vitnum „Hann horfi ein­ung­is á rétt­ar­meina­fræðileg­an hluta máls­ins óháð því sem vitni og ákæru­valdið hafa byggt sína frá­sögn á, en þó má not­ast við vitni ef rétt­ar­meina­fræðin hef­ur ekki skýr­ing­ar eins og með blóð á vett­vangi,“ segir Hjalti í pistlinum.

„Kunz tel­ur lík­leg­ast að um fram­læga, hnit­miðaða stungu hafi verið að ræða þannig að brotaþoli og ákærði hafi verið aug­liti til aug­lit­is og ákærði hafi stungið með hægri hendi í efri hluta (hnakka) vinstra meg­in, það skipti ekki öllu þótt brotaþoli hafi sagt að hann hafi snúið baki í ákærða og hann hafi notað vinstri hönd.“

„Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“

Hjalti segir Kunz réttarmeinafræðing vera ótrúverðugan. „Þegar hann er síðan innt­ur eft­ir því hvort brotaþoli hafi verið í lífs­hættu seg­ir hann að svo hafi getað verið; þar sem ákærði og brotaþoli hafi verið að slást um hníf­inn hafi ákærði ekki haft fulla stjórn á því hvar hníf­ur­inn lenti og þar með gæti verið um lífs­hættu­lega stungu að ræða,“ segir Hjalti. „Hvort var þá um hnit­miðaða stungu eða til­vilj­un­ar­kennd­an áverka að ræða?“

Þá segir Hjalti að tungumálaörðuleikar hafi sett strik í reikninginn í málinu. „Þegar síðan búið er að þýða ör­lít­inn hluta máls­ins á ensku fyr­ir Kunz og síðan aft­ur á ís­lensku þá kem­ur út óskilj­an­leg þvæla, þess ber að geta að móður­mál Kunz er þýska,“ bendir Hjalti á.

„Einnig segir Kunz í viðtali á RÚV ný­verið að blóðblett­irn­ir segi til um at­b­urðarás og hann sé sér­fræðing­ur í blóðferl­um og höfuðhögg­um. Sú þekk­ing hans virðist þó ein­hverj­um tak­mörk­un­um háð þar sem hann seg­ir að í þessu máli sé vel skilj­an­legt að ekk­ert blóð eða blóðferl­ar séu á vett­vangi og bæt­ir svo við að ekki sé óeðli­legt að brotaþoli hafi ekki áttað sig á fyrr en nokkru seinna að helj­ar­mennið Árni Gils Hjalta­son hafi mölvað á hon­um höfðið. Hann hafi ekki vankast og getað klárað að standa upp þrátt fyr­ir að höggið kæmi á miðri leið. Síðan bæt­ir brotaþoli í og seg­ist muna allt ná­kvæm­lega og geta rakið at­b­urðarás­ina í smáatriðum eft­ir höggið. En áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert, man ekki eft­ir því að hafa tekið með sér hníf á vettvang.“

Eins og áður segir er mál Árna nú komið aftur fyrir dómstóla og það í fjórða sinn. Þetta hefur Árni að segja um það í lok pistilsins: „Mörg­um spurn­ing­um virðist hins veg­ar enn ósvarað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsk sendiráð fá blóðuga pakka með dýraaugum

Úkraínsk sendiráð fá blóðuga pakka með dýraaugum
Fréttir
Í gær

Sprenging heyrðist langt inni í Rússlandi – Síðan kom torrætt úkraínskt tíst

Sprenging heyrðist langt inni í Rússlandi – Síðan kom torrætt úkraínskt tíst
Fréttir
Í gær

320 milljón króna gjaldþrot starfsmannaleigu – Eigandinn Ingimar þegar dæmdur fyrir skattsvik

320 milljón króna gjaldþrot starfsmannaleigu – Eigandinn Ingimar þegar dæmdur fyrir skattsvik
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr hjá sambýlingum í Hraunbæ

Sauð upp úr hjá sambýlingum í Hraunbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Rússar hafi ekki lært af mistökum sínum og það geti gagnast Úkraínu

Segir að Rússar hafi ekki lært af mistökum sínum og það geti gagnast Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefjast 3.800 milljarða í bætur vegna skólaskotárásar

Krefjast 3.800 milljarða í bætur vegna skólaskotárásar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Átta skip og þyrlusveit leita að skipverjanum sem féll fyrir borð

Átta skip og þyrlusveit leita að skipverjanum sem féll fyrir borð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolfinna orðlaus eftir „furðulegasta dóm aldarinnar“ – „Nú vitum við þó alla vega hverjir eiga Ísland“

Kolfinna orðlaus eftir „furðulegasta dóm aldarinnar“ – „Nú vitum við þó alla vega hverjir eiga Ísland“