fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Fréttir

Víðir róar þjóðina og segir engan í hættu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 16:45

Frá upplýsingafundinum í Katrínartúni. Mynd: Stefán Karlsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn er í hættu, sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum á upplýsingafundi í Katrínartúni, vegna yfirvofandi eldgoss nálægt Keili á Reykjanesskaga.

Svo virðist sem nýtt þríeyki hvað varðar almannavarnir tengdar jarðskjálftum og eldgosum hafi myndast á fundinum. Auk Víðis voru þar Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands og Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur. Freysteinn sagði meðal annars að ólíklegt sé að yfirvofandi gos raski flugsamgöngum.

Víðir segir að enginn verði í hættu vegna gossins sem yfirvofandi er. Fólk eigi að halda áfram með sitt líf og gosið muni ekki hafa mikil áhrif á líf fólks á næstunni. „Það sem gæti gerst er þessi gasmengun sem gæti haft áhrif á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Stærð og magn af gosefnum fer saman.“ Meiriháttar hamfarir séu ekki í vændum.

Mynd: Stefán Karlsson

Víðir segir að almannavarnir hafi ekki þurft að fást við gos nálægt byggð í langan tíma. Fjarlægðin frá byggð núna sé samt þannig að enginn sé í hættu. Hann segir að svæðið sé erfitt yfirferðar, vont veður og lítið skyggni. „En auðvitað höfum við áhyggjur af því að fólk muni fara nálægt stöðvunum og setja sig í hættu.“ Víðir segir að engir vegir séu í hættu en þau hafi lokað veginum inn að Keili þar sem vísindamenn þurftu að fá vinnufrið. Víðir sagði mjög mikilvægt að fólk sé ekki á ferðinni að óþörfu eftir Reykjanesbrautinni. Þá sé mjög varhugavert ef fólk stöðvar bíla þar úti í vegkanti.

Mynd: Stefán Karlsson

Ljósmyndari DV tók meðfylgjandi myndir frá fundinum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýjar vendingar í mannslátsmálinu í Kópavogi – Laus úr gæsluvarðhaldi en kominn í farbann

Nýjar vendingar í mannslátsmálinu í Kópavogi – Laus úr gæsluvarðhaldi en kominn í farbann
Fréttir
Í gær

Hagnýtar upplýsingar fyrir gosáhugafólk – Svæðið er hættulegt og fólk skal klæða sig eftir veðri

Hagnýtar upplýsingar fyrir gosáhugafólk – Svæðið er hættulegt og fólk skal klæða sig eftir veðri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Elvis Valca

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Elvis Valca
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur hnífamaður á Sushi Social laus úr haldi lögreglu – Tíu ára brotaferill að baki

Meintur hnífamaður á Sushi Social laus úr haldi lögreglu – Tíu ára brotaferill að baki