fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
Fréttir

Örtröð í matvöruverslunum á Reykjanesinu í kjölfar frétta um mögulegt eldgos – „Brjálað að gera“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 18:00

Löng röð var í sjálfsafgreiðslukassa Krónunnar á Fitjum áðan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hafa sérfræðingar velt því fyrir sér hvort eldgos sé að fara að gjósa í Keili í dag. Almannavarnir héldu til að mynda fund í dag þar sem rætt var um möguleikann á eldgosi. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur sagði á fundinum að gosið gæti hafist á næstu klukkustundum eða næstu dögum. Kvikan sé nálægt yfirborði og fylgjast þurfi vel með næstu klukkustundir. Það gæti líka dregist um nokkra daga að gos hefjist.

Ljóst er að íbúar á Reykjanesinu ætli að vera viðbúnir ef ske kynni að upp kemur eldgos. Blaðamaður DV fór á stúfana núna síðdegis og kíkti í nokkrar matvöruverslanir á svæðinu. Þar var örtröð af fólki enda vilja líklega allir á svæðinu vera búnir að kaupa helstu nauðsynjavörur ef eitthvað alvarlegt gerist. „Það er brjálað að gera í búðum hér fyrir sunnan,“ segir blaðamaðurinn sem en sá kíkti í tvær stærstu verslanirnar á svæðinu.

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, sagði þó á fund Almannavarna í dag að enginn verði í hættu vegna gossins sem yfirvofandi er. Fólk eigi að halda áfram með sitt líf og gosið muni ekki hafa mikil áhrif á líf fólks á næstunni. „Það sem gæti gerst er þessi gasmengun sem gæti haft áhrif á fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Stærð og magn af gosefnum fer saman.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grímulausum manni vísað út úr verslun

Grímulausum manni vísað út úr verslun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigríður hjólar í Kára vegna Kastljóssþáttarins – „Kjaftfor auðkýfingur á áttræðisaldri“

Sigríður hjólar í Kára vegna Kastljóssþáttarins – „Kjaftfor auðkýfingur á áttræðisaldri“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti – Úrskurður héraðsdóms hefur áhrif

Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti – Úrskurður héraðsdóms hefur áhrif
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lyfjastofnun skoðar andlát í kjölfar bólusetningar með bóluefni Astra Zeneca

Lyfjastofnun skoðar andlát í kjölfar bólusetningar með bóluefni Astra Zeneca