fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Gæti gosið eftir nokkrar klukkustundir

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 15:05

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óróapúls mælist nú á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í námunda við fjallið Keili. Slíkir púlsar mælast iðulega í aðdraganda eldgosa, en þó er tekið fram að ekki sé staðfest að eldgos sé hafið.

Tilkynning Veðurstofunnar í heild sinni má sjá hér:

Óróapúls hófst kl. 14:20 og mælist á flestum jarðskjálftamælum og er staðsettur suður af Keili við Litla Hrút. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé  hafið.  Unnið er að nánari greiningu.
Von er á meiri upplýsingum á næstu mínútum.
Óróapúlsar mælast sem fyrr sagði á jarðskjálftamælum þegar stutt er í að eldgos hefjist. Þannig hófst til dæmis gosið í Holuhrauni árið 2014 með svokölluðum óróapúls rétt eftir miðnætti sem stóð í um tvo klukkutíma. Gosóróinn hefði svo orðið stöðugur.

Vefmyndavél sem Víkurfréttir kom upp af fjallinu Keili hefur vakið mikla athygli síðustu daga og ljóst að fyrstu viðbrögð margra hafi einmitt verið að kíkja inn á síðu Víkurfrétta, því hún liggur niðri í augnablikinu.

Í samtali við mbl.is segir Víðir Reynisson að gosórói af þessu tagi bendi til þess að það stefni í gos. Hann segir jafnframt að verið sé að virkja almannavarnakerfin og undirbúa aðgerðir. Þá sagði Víðir að verið er að rýma svæðið af starfsfólki Veðurstofunnar og almannavarna sem er á svæðinu í vettvangsvinnu. Hann hvetur almenning til þess að fara alls ekki á svæðið þar sem viðbragðsaðilar þurfi vinnufrið á svæðinu.

Miðað við viðbragðsáætlun sé líklegt að Keflavíkurvegi verði lokað komi til eldgoss, segir mbl.is, en miðað við staðsetningu á óróapúlsinum eins og hann mælist nú sé ólíklegt að sú lokun muni standa í langan tíma.

Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 16:00 með fulltrúum Veðurstofu og almannavarna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“