fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fréttir

Nálgunarbannsbrjótur reykspólaði sig í fang lögreglunnar á Suðurnesjum

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 21:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í lok síðustu viku gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir margdæmdum ofbeldismanni sem grunaður er um ítrekuð brot á nálgunarbanni.

Úrskurðað var um gæsluvarðhaldið að kröfu lögreglunnar á Suðurnesjum, en samkvæmt úrskurðinum eru nú 15 mál til rannsóknar hjá lögreglunni þar sem maðurinn kemur við sögu. Þrjú málanna eru frá árinu 2019, tvö frá því í mars og maí 2020 en restin staðið yfir í „órofinni lotu“ frá september 2020. Felast brotin sem rannsökuð eru í meintu heimilisofbeldi gagnvart tveimur barnsmæðrum mannsins, kynferðisbrot, húsbroti, íkveikju auk áðurnefndra brota á nálgunarbanni.

Maðurinn hefur níu sinnum áður verið dæmdur í héraðsdómi, þar af fimm sinnum vegna ofbeldisbrota.

Maðurinn var í október árið 2020 úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna brotanna en Landsréttur felldi þann úrskurð úr gildi 3. nóvember. Var maðurinn því frjáls ferða sinna eftir það. Í nýjum úrskurði Landsréttar er litið sérstaklega til ætlaðra brota sem framin voru eftir að Landsréttur felldi fyrri úrskurð úr gildi. Segir í niðurstöðu dómsins að þar séu um að ræða fjölda brota gegn nálgunarbanni sem hann hefur sætt gagnvart fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmæðrum.

Beitti Landsréttur svokölluðum C-lið laga um meðferð sakamála, en þar segir að úrskurða megi menn í gæsluvarðhald séu þeir líklegir til þess að halda brotum sínum áfram gangi þeir frjálsir ferða sinna.

Í greinargerð lögreglu sem fylgdi með gæsluvarðhaldskröfu lögreglu sagði að lögregla hefði þann 17. febrúar síðastliðinn fengið tilkynningu um að umræddur maður væri fyrir utan heimili barnsmóður sinnar þar sem hann væri að reykspóla. Á vettvangi ræddi lögregla við konuna auk annars aðila sem sagðist þar vera í umboði kærða mannsins. „Umboðsmaðurinn“ var í símasambandi við manninn á vettvangi sem kom skömmu síðar á vettvang. Krafðist maðurinn þess að fá afhenta lykla að bíl sem hann taldi eign sína. Manninum var þá tilkynnt að hann væri handtekinn vegna gruns um brot á nálgunarbanni. Ljóst er að maðurinn sætti sig ekki við þá nálgun lögreglu á málið, því í stað þess að sæta handtökunni settist maðurinn inn í bíl sinn, læsti að sér og ók á burt.

Lögreglumenn ræddu ítrekað við manninn í síma og skoruðu á hann að gefa sig fram. Þegar maðurinn varð ekki við því fór fram leit að manninum sem lyktaði með handtöku hans tveimur dögum síðar.

Auk gæsluvarðhaldsins sætir maðurinn þá jafnframt áfram nálgunarbanni gagnvart barnsmóður sinni og fyrrverandi sambýliskonu. Áður hefur maðurinn sætt nálgunarbanni gagnvart móður barnsmóður sinnar, svo og fyrrverandi kærustu sinni.

Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn gildir til 19. mars næstkomandi, klukkan 16:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur
Fréttir
Í gær

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun