fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Jón Baldvin þarf að svara fyrir meint kynferðisbrot í héraðsdómi – Málinu vísað heim í hérað í annað sinn

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 13:00

Jón Baldvin Hannibalsson og lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur. mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í annað sinn hefur Landsréttur snúið við frávísun héraðsdóms á máli Héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni, fyrrverandi formanni Alþýðuflokksins, ráðherra og sendiherra. Málið varðar meint kynferðisbrot Jóns gegn Carmeni Jóhannsdóttur í húsi Jóns og eiginkonu sinnar, Bryndísar Schram, á Spáni. Í ákærunni vegna málsins er Jón sagður hafa þann 16. júní árið 2018 strokið utanklæða upp og niður eftir rassi Carmenar.

Ákæran á hendur Jóni var gefin út í júlí á síðasta ári og tekin til efnislegrar umfjöllunar seinna á síðasta ári. Þann 7. janúar vísaði héraðsdómur málinu frá að kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, lögmanns Jóns Baldvins. Vilhjálmur færði fyrir því rök að verulegur vafi væri á því að brot það sem Jón Baldvin er ákærður fyrir væri hægt að heimfæra á spænska refsilöggjöf. Héraðsdómur tók undir þá skoðun í frávísun sinni 7. janúar. Þann 22. janúar felldi Landsréttur þann úrskurð úr gildi þar sem meira en fjórar vikur höfðu liðið frá því að lögmenn fluttu mál sitt og þar til úrskurður héraðsdóms var kveðinn upp. Þegar slíkt hendir skal dómari gefa lögmönnum tækifæri á að flytja málið að nýju. Þar sem lögmönnum var ekki veittur kostur á slíku felldi Landsréttur niðurstöðuna úr gildi og vísaði málinu aftur til efnislegrar meðferðar hjá héraðsdómi.

Málið var því aftur tekið fyrir í héraðsdómi þar sem Vilhjálmur flutti, aftur, fyrir því rök að vísa ætti málinu frá. Aftur komst héraðsdómur að sömu niðurstöðu 28. janúar síðastliðinn um að vísa ætti málinu frá á sömu forsendum og áður. Fór fyrir þeirri frávísun eins og þeirri fyrri í Landsrétti sem fyrir helgi komst að því að mat héraðsdóms á því hvort meint brot Jóns séu refsiverð í spænskri löggjöf hafi verið röng.

Málið verður því tekið fyrir efnislega í héraðsdómi á næstu dögum eða vikum, og þá undir þeim formerkjum, að meint brot sem ákært er fyrir, hafi verið refsivert undir spænskri löggjöf þegar það var framið.

Þýðingin „ekki hnökralaus“

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Jóns Baldvins, segir niðurstöðuna undarlega. „Verði fallist á kröfur ákæruvaldsins í málinu þá er það í fyrsta skipti í réttarsögunni sem að ákærður maður er sakfelldur á grundvelli þýðingar á lagaheimild sem haldin er annmörkum samkvæmt niðurstöðu Landsréttar.“

Vísar Vilhjálmur þar til úrskurðar Landsréttar, en þar er tekið fram að þýðingin sé ekki hnökralaus en að við hana eigi að styðjast engu að síður. Segir í úrskurðinum: „Þótt íslensk þýðing hins spænska lagaákvæðis sem liggur fyrir í málinu sé ekki hnökralaus verður af orðalagi þess ráðið að það taki til kynferðislegrar áreitni.“

Mikinn styr hefur staðið um Jón Baldvin undanfarin misseri en í febrúar fór fram tveggja daga aðalmeðferð í meiðyrðamáli Jóns Baldvins gegn dóttur sinni, Aldísi Schram, Sigmari Guðmundssyni og RUV. Snéri það mál að orðum sem Aldís lét falla í viðtali við Sigmar og sent var út á Rás 2 í janúar 2019.

Sjá nánar: Rafmögnuð spenna í dómsal er Jón Baldvin mætir dóttur sinni – „Ég var varnarlaus, orðlaus, ég trúði varla mínum eigin eyrum.“

Sjá nánar: Fjölskylduuppgjör í réttarsal – Hrollvekjandi lýsingar Aldísar í vitnastúku

Sem fyrr segir má búast við að sjá málið á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur á allra næstu dögum eða vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala