fbpx
Laugardagur 10.apríl 2021
Fréttir

Ævintýralegur ferill íslenskrar konu í akstri undir áhrifum lyfja – Samandregnir augasteinar, titraði og var sljó

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. mars 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Föstudaginn 13. september árið 2019 stöðvaði lögreglan akstur bíls sem var aðeins með skráningarmerki að framan en ekki að aftan. Ökumaðurinn var kona yfir fertugt. Við rannsókn málsins kom í ljós að númerið að framan tilheyrði bílnum ekki. Konan sagðist hafa fundið númeraplötuna á víðavangi þar sem hennar númerum hefði verið stolið.

Í lögregluskýrslu sagði að konan hefði verið með samandregna augasteina, hún hafi titrað og verið sljó. Konan sagðist ekki nota fíkniefni en taka inn mikið af lyfseðilsskyldum lyfjum vegna verkja. Blóðrannsókn leiddi í ljós að hún hafði innbyrt eftirfarandi lyf í eftirfarandi magni (orðalag úr texta héraðsdóms): „Demoxepam: 780 ng/ml, Desmetýlklórdíazepoxíð: 890 ng/ml, Klónazepam: 15 ng/ml, Klórdíazepoxíð: 1110 ng/ml, Kódein: 70ng/ml, Nordíazepam: 800ng/ml, O-desmetýltramadól: 60ng/ml, Tramadól: 310 ng/ml og Zópiklón: 7,0 ng/ml.“

Þrjú síðastnefndu lyfin eru í flokki ávana- og fíkniefna og eru óheimil á Íslandi. Konan var því metin óhæf til að stjórna ökutæki þegar sýni var tekið.

Réttað var yfir konunni í Héraðsdómi Suðurlands fyrir þetta og fjölmörg sambærileg brot. Alls er getið um sjö sambærileg atvik í ákæru. Meðal annars segir:

„…föstudaginn 19. júní 2019, ekið bifreiðinni […]svipt ökurétti um Vesturlandsveg um gatnamót við Skeiðarvog og að Mörkinni 6 í Reykjavík, óhæf til að stjórna bifreiðinni örugglega vegna áhrifa ávana-og fíkniefnana (svo) (í blóði mældistzópíklón 56 ng/ml, tramadól 130 ng/ml og O-desmetýltramadól 35 ng/ml) og slævandi lyfja ( í blóði mældist demoxepam 460 ng/ml, desmetýlklórdíazepoxíð 690 ng/ml, klónazepam 14 ng/ml, klórdíazepoxíð 1390 ng/ml, kódein 315 ng/ml og nordiazepams 570 ng/ml).“

Fyrir rétti sagði konan að lögregla hefði ítrekað haft afskipti af henni vegna gruns um akstur undir áhrifum lyfja. Hún sagðist þurfa á sumum lyfjum að halda vegna veikinda sinna og verkja. „Hún kvaðst vera í viðtals-og lyfjameðferð. Hún kvað ýmis lyf hafa verið prófuð en hún væri búin að vera á núverandi lyfjaskömmtumí þrjú til fjögur ár. Hún kvað þau lyf sem hún tæki engin áhrif hafa haft á hæfni hennar sem ökumanns. Hún kvað lækni sinn aldrei hafa mælt með því að hún æki ekki bifreið,“ segir í texta dómsins.

Umræddur læknir var kallaður fyrir dóm en hann sagðist ekki hafa vitneskju um magn lyfja í blóði konunnar í þeim sjö tilvikum sem hún var ákærð fyrir akstur undir áhrifum lyfja. Hann hafi einnig ekki verið kallaður til í þeim tilvikum til að meta ástand konunnar.

Niðurstaðan var að konan var fundin sek um akstur undir áhrifum ólöglegra lyfja og svipt ökurétti í fimm ár. Hún þarf að greiða tvær og hálfa milljón króna sekt í ríkissjóð og málskostnað upp á um eina og hálfa milljón.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Nýjar vendingar í mannslátsmálinu í Kópavogi – Laus úr gæsluvarðhaldi en kominn í farbann

Nýjar vendingar í mannslátsmálinu í Kópavogi – Laus úr gæsluvarðhaldi en kominn í farbann
Fréttir
Í gær

Hagnýtar upplýsingar fyrir gosáhugafólk – Svæðið er hættulegt og fólk skal klæða sig eftir veðri

Hagnýtar upplýsingar fyrir gosáhugafólk – Svæðið er hættulegt og fólk skal klæða sig eftir veðri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Elvis Valca

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Elvis Valca
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur hnífamaður á Sushi Social laus úr haldi lögreglu – Tíu ára brotaferill að baki

Meintur hnífamaður á Sushi Social laus úr haldi lögreglu – Tíu ára brotaferill að baki