fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Segir Þröst hafa verið eltihrelli sinn í mörg ár – „Nú er sannað að hann hafi framið þessa nauðgun“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 28. mars 2021 08:24

Þröstur Thorarensen. Skjáskot af samfélagsmiðlum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona steig fram á Twitter á föstudaginn og birti röð tísta um Þröst Thorarensen sem dæmdur hefur verið í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hrottafulla nauðgun. Þröstur var dæmdur í héraði sumarið 2020 en Landsréttur staðfesti dóminn síðastliðinn föstudag.

Konan segir að Þröstur hafi byrjaði að eltihrella sig í grunnskóla og hafi haldið því áfram allt fram til ársins 2014 er hún birti skjáskot af samræðum þeirra á samfélagsmiðli. Birtir hún jafnframt tengil á skjáskot af þeim samskiptum.

Í dómi héraðsdóms um glæp Þrastar segir að hann hafi haft samræði við konu þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu en gat ekki spornað við samræðinu vegna svefndrunga og ölvunar. Eftir að konan vaknaði beitti Þröstur hana ólögmætri nauðung og hafði samfarir við hana í endaþarm án samþykkis, meðal annars með því að halda henni fastri.

Sjá einnig: Landsréttur lækkaði miskabæturnar – Þröstur dæmdur í fangelsi fyrir hrottalega nauðgun

Á Twitter deilir fyrrnefnd kona (sem vel að merkja er ekki konan sem Þröstur nauðgaði) frétt Vísis af dómnum yfir Þresti og skrifar:  „Nú er sannað að hann hafi framið þessa nauðgun. Ég er fullviss um að þær eru miklu fleiri.“

Hún birtir 12 tíst þar sem hún sakar Þröst um margra ára áreitni við fjölmargar ungar stúlkur. Hún lýsir því meðal annars hvernig hann hafi gerst sekur um hrelliklám á menntaskólaárum en þá hafi verið hlegið að athæfi hans og enginn hafi rætt við hann um þessa framkomu hans. Konan segir enn fremur að Þröstur sé sannfærður um eigin yfirburði, gáfur og fegurð og honum finnist allar konur skulda sér athygli. Eftirfarandi er hluti af textanum:

„Hann var, og er enn, algjörlega sannfærður um eigin yfirburði, gáfur og fegurð. Allar konur skulda honum athygli að hans mati. Hann er þekktur fyrir að sækjast í mun yngri stelpur, margar mjög ungar, og áreita þær á netinu.

Hann varð „frægur“ á menntaskólaárunum fyrir virkilega ógeðfelldan hlut sem m.a. innihélt hrelliklám. Að þessu var hlegið á þessum árum. Ég veit ekki til þess að nokkur hafi rætt við hann um það sem hann gerði (það má vel vera að það hafi verið gert samt)

en það hefði líklega ekki skilað neinu hvort sem er, hann hefur aldrei séð neitt athugavert við gjörðir sínar, öll þessi ár. En samt, hegðunin þreifst í þessu umhverfi og hann sá og sér sig sem slunginn snilling.

Ég vona að þeir aðilar sem komu illa út úr þessari hegðun sem ég tala um viti að skömmin er ekki þeirra og við erum fjölmörg þarna úti sem stöndum með þeim. Ég sendi ykkur ást og hlýju. En svona verður ekki til í tómarúmi.“

Konan segir að samfélaginu beri skylda til að bregðast við þegar þegar vart verður við hegðun á borð við þá sem Þröstur hafi sýnt af sér í mörg ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi