fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fréttir

Sjáðu myndirnar: Allt stappað af fólki við eldgosið í dag – „Maður hefur ekki séð annað eins síðan á opnunardeginum í Costco“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 21. mars 2021 18:00

DV/Máni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefði mátt halda að Þjóðhátíð í Eyjum hefði verið flýtt um nokkra mánuði og hún færð í Geldingadal í leiðinni, svo mikið var af fólki þar í dag. Það er ljóst að fjölmargir landsmenn sáu sér leik á borði í dag og héldu í langa göngu til að bera eldgosið augum.

Til að komast að eldgosinu þarf að keyra í gegnum Grindavík og leggja þar í grenndinni. Fjölmörg bílastæði voru yfirfull og bílar lagðir uppi á köntum götunnar. Fólk þarf að ganga í nokkra klukkutíma til að komast að gosinu en það virtist ekki hafa áhrif á þorra landsmanna sem drógu fram gönguskóna og Gore-Tex gallana sína og héldu af stað í gönguna.

Fjöldinn af fólki sem lagði leið sína að eldgosinu verður líklega talinn í þúsundum. „Maður hefur ekki séð annað eins síðan á opnunardeginum í Costco,“ sagði kona nokkur um fjöldann af fólki á svæðinu í samtali við blaðamann DV.

„Þetta er ekki Laugavegurinn“

Steinar Þór Kristinsson, sem situr í svæðisstjórn björgunarsveitanna á Suðurnesjum, ræddi við RÚV í dag um fjöldann af fólki sem gerði sér leið að gosinu í dag. Steinar sagði að ljóst væri að þúsundir hafi gengið að eldgosinu. Þá sagði hann að flestir væru almennilega klæddir fyrir gönguna en þó væru einhverjir sem hafa ekki verið nógu vel búnir.

„Því miður þá er það alltaf þannig að það eru alltaf einhverjir sem gera sér ekki grein fyrir því hvað þeir eru að fara út í. Bæði veðuraðstæður og gönguleiðina, þetta er ekki Laugavegurinn,“ sagði Steinar í samtali við RÚV.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af mannmergðinni við eldgosið í dag:

DV/Máni
DV/Máni
DV/Máni
DV/Máni
DV/Máni
DV/Máni
DV/Máni
DV/Máni
DV/Máni
DV/Máni
DV/Máni
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ómíkron afbrigðið komið til landsins

Ómíkron afbrigðið komið til landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan

„Fuck you perri“ – Hörður herjar á mörg börn í sama skólanum og foreldrar sameinast – Margar kærur framundan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik

Gunnlaugur Bragi tekur við formennsku Hinsegin daga á nýjan leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH

140 greindust í gær – 477 börn skráð á göngudeild LSH