fbpx
Mánudagur 12.apríl 2021
Fréttir

Örlagaríkur bíltúr í Hafnarfirði kostaði sex mánuði í steininum

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 18:00

Lögregluaðgerð í Vallahverfi Hafnarfjarðar. Mynd tengist fréttinni ekki beint. mynd/Kjartan Hreinn Njálsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir akstur undir áhrifum amfetamíns og kannabisefna.

Sunnudaginn 9. ágúst í fyrra varð lögregla var við manninn er hann ók um Ásbraut í Hafnarfirði. Lögregla kveikti ljósin og gaf þannig manninum merki um að stöðva aksturinn án þess þó að ökumaðurinn yrði við því. Þess í stað ók hann áfram, fór vinstra megin inn í eitt hringtorgið í Vallarhverfi Hafnarfjarðar og inn bifreiðastæðið við Eskivelli. Maðurinn hljóp þá úr bílnum og tók á rás undan lögreglu.

Skemmst er frá því að segja, að maðurinn náðist fyrir rest.

Í dómnum segir að maðurinn hafi ekki mætt við þingfestingu málsins og var málið því dómtekið að honum fjarstöddum. Kemur þar fram að sakaferill mannsins nær aftur til ársins 2010 og er dómurinn nú sá sjötti sem maðurinn fær fyrir akstur án réttinda undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Í ljósi langs sakaferils, og með vísan í dómafordæmi, þótti sex mánaða fangelsi hæfileg refsing. Þar að auki þarf maðurinn að greiða sakarkostnað að fjárhæð 135 þúsund króna og er ævilöng svipting mannsins áréttuð með dóminum.

Dóminn má sjá hér í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grímulausum manni vísað út úr verslun

Grímulausum manni vísað út úr verslun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigríður hjólar í Kára vegna Kastljóssþáttarins – „Kjaftfor auðkýfingur á áttræðisaldri“

Sigríður hjólar í Kára vegna Kastljóssþáttarins – „Kjaftfor auðkýfingur á áttræðisaldri“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti – Úrskurður héraðsdóms hefur áhrif

Nýjar reglur á landamærum taka gildi á miðnætti – Úrskurður héraðsdóms hefur áhrif
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lyfjastofnun skoðar andlát í kjölfar bólusetningar með bóluefni Astra Zeneca

Lyfjastofnun skoðar andlát í kjölfar bólusetningar með bóluefni Astra Zeneca