fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fréttir

Kýldi öryggisvörð í andlitið – Gripdeild í miðborginni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 2. mars 2021 06:04

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var lögreglunni tilkynnt um þjófnað og líkamsárás í miðborginni. Maður í annarlegu ástandi var handtekinn grunaður um líkamsárás og þjófnað. Hann er sagður hafa kýlt öryggisvörð í andlitið þegar hann var stöðvaður á leið út úr verslun með vörur sem hann hafði ekki greitt fyrir. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Á tólfta tímanum hafði lögreglan afskipti af manni í miðborginni en sá er grunaður um gripdeild. Nánar tiltekið er hann grunaður um að hafa tekið tösku af konu og hlaupið á brott með hana. Hann sagðist hafa kastað töskunni frá sér og fundust skilríki úr töskunni þar sem hann sagðist hafa kastað henni frá sér. Taskan sjálf og aðrir munir úr henni fundust hins vegar ekki.

Um klukkan eitt í nótt var 17 ára ökumaður handtekinn í Árbæ en hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Málið var afgreitt með hefðbundinni sýnatöku og tilkynningu til foreldra og barnaverndaryfirvalda.

Þrír ökumenn til viðbótar voru handteknir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Skráningarnúmer voru klippt af um 20 bifreiðum í Breiðholti og Kópavogi í gærkvöldi og nótt þar sem þær höfðu ekki verið færðar til skoðunar og/eða voru ótryggðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur
Fréttir
Í gær

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun