fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Var í sóttkví í sumarbústað á Suðurlandi en fékk fólk í heimsókn

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 1. mars 2021 16:18

Mynd úr safni. Mynd tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðili sem var í svokallaðri skimunarsóttkví í sumarbústað á Suðurlandi reyndist hafa fengið ættingja í heimsókn til sín. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi í dag. Um er að ræða færslu sem fór yfir störf lögreglunnar á Suðurlandi í liðinni viku.

„Aðili þessi hafði skilað neikvæðu PCR prófi við komu til landsins og skimun á landamærum verið neikvæð. Allt að einu var gestinum gert að sæta sóttkví þar til niðurstaða seinni skimunar liggur fyrir,“ segir í dagbókarfærslunni en málið var sent ákæruvaldi til meðferðar.

Í dagbókinni kom einnig fram að aðfaranótt 25. febrúar hafi íbúi á Selfossi vaknað við mannaferðir í íbúð sinni.

„Sá flúði út en í ljós kom að viðkomandi hafði haft á brott með sér húsmuni sem fundust skammt frá vettvangi. Aðili sem passaði við nokkuð greinargóða lýsingu tilkynnanda fannst skömmu síðar nærri vettvangi og var hann handtekinn og færður í fangageymslu á Selfossi. Yfirheyrður daginn eftir en kannaðist þá ekki við meint brot,“ segir lögreglan en málið er í áframhaldandi rannsókn.

Þá var nokkuð um umferðarlagabrot í umdæminu en 33 ökumenn voru í vikunni kærðir fyrir of hraðan akstur. Ökumaður fólksbifreiðar ók hraðast þann 25. febrúar en hann mældist á 149 kílómetra hraða á klukkustund. 5 ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis, tveir þeirra svöruðu jákvætt við fíkniefnaprófi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus