fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Fréttir

Sparkaði í löggubíl með dóp í vasanum – Vann sér inn nótt í steininum

Heimir Hannesson
Laugardaginn 27. febrúar 2021 10:00

mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Af nægu var að taka hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Lögregla handtók ölvaðan mann vegna gruns um að hafa ollið umferðarslysi og stungið af snemma á níunda tímanum í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki en maðurinn vann sér inn nótt í fangageymslu vegna málsins. Má búast við að maðurinn verði yfirheyrður í morgun þegar runnið er af honum.

Hann var ekki einn um slíkt, en klukkan níu í gær handtók lögreglan mann í miðbænum vegna ofurölvunar og þótti ekki annað hægt en að vista hann í fangageymslu vegna annarslegs ástands síns.

Um hálf eitt barst lögreglu tilkynningu um hávaða úr samkvæmi í Austurborg Reykjavíkur. Segir í tilkynningu lögreglu að „múgæsingur“ hafi verið í fólki og voru fyrirmæli lögreglu virt að vettugi. Einn partýgesturinn gekk þó skrefinu lengra og ýtti við lögreglumönnum áður en hann sparkaði svo í lögreglubíl og hljóð í burtu. Lögregla náði manninum á hlaupum og handtók hann. Reyndist maðurinn með fíkniefni í vasanum þegar hann var handtekinn vegna sparksins. Maðurinn eyddi nóttinni í fangaklefa.

Þá segir í tilkynningunni að farið var inn á skemmti- og veitingastaði í Hafnarfirði í eftirlit með sóttvörnum og reyndust allir staðirnir sem heimsóttir voru með allt sitt á hreinu.

Talsvert var um ölvunar- og fíkniefnaakstur segir jafnframt í tilkynningunni.

Snemma í morgun, eða um hálf fjögur var svo ráðist á mann með glerflösku en afmælisveisla hafði þá farið úr böndunum og húsið fullt af óboðnum gestum. Ekki var talin þörf á sjúkrabifreið þó blæddi úr enni brotaþola og var gerandinn farinn af vettvangi þegar lögregla mætti þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrum borgarstjóri með nýtt lag – Eldgosið í aðalhlutverki

Fyrrum borgarstjóri með nýtt lag – Eldgosið í aðalhlutverki
Fréttir
Í gær

Stöðvuðu foreldra sem keyrðu um með þriggja ára barn laust í bílnum – Barnavernd kölluð til

Stöðvuðu foreldra sem keyrðu um með þriggja ára barn laust í bílnum – Barnavernd kölluð til
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris er í sjokki eftir að eitrað var fyrir hundunum hennar – „Þetta getur ekki verið annað en af ásetningi“

Íris er í sjokki eftir að eitrað var fyrir hundunum hennar – „Þetta getur ekki verið annað en af ásetningi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smitin á leikskólanum rakin til landamærana – „Bein tenging við sóttkvíarbrot“ segir Víðir

Smitin á leikskólanum rakin til landamærana – „Bein tenging við sóttkvíarbrot“ segir Víðir