fbpx
Þriðjudagur 20.apríl 2021
Fréttir

Öflugur skjálfti vakti landsmenn kl 8 – Ekkert lát á mestu jarðskjálftahrinu í manna minnum

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 27. febrúar 2021 08:35

Fagradalsfjall

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öflug­ur skjálfti, 5,2 að stærð reið yfir suðvest­ur­hornið klukkan 8:07 og fannst hann víða um land. Vöknuðu þó nokkrir við skjálftann sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt tilkynningu frá veðurstofunni fannst sá skjálfti austur að Skógum undir Eyjafjöllum og norður að Hvanneyri.

Jarðskjálft­inn átti upp­tök sín um 2,9 kíló­metra norðaust­ur af Fagra­dals­fjalli og hefur fjöldi eftirskjálfta mælst.

Á milli miðnættis og klukkan fimm í nótt mældust yfir 500 skjálftar á svæðinu og voru tveir þeirra um og yfir 3,0 á stærð. Stærri skjálftinn mældist 3,8 klukkan hálf þrjú í nótt og hinn 3,7 um korter yfir fjögur.

Jarðvísindamenn fylgjast nú grannt með svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Krýsuvíkur. Í færslu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands á Facebook í gærkvöldi sagði að útreikningum á hraunflæðilíkana vegna hugsanlegs eldgoss á svæðinu væri nú lokið og virðist allt benda til þess, að kæmi til goss yrði hraunflæðið að mestu staðbundið við svæðið. Sjá má kortið sem hópurinn birti með spá sinni hér að neðan.

Sjá nánar: Þetta áttu að gera í jarðskjálfta – Sjáðu ráðleggingar Almannavarna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrum borgarstjóri með nýtt lag – Eldgosið í aðalhlutverki

Fyrrum borgarstjóri með nýtt lag – Eldgosið í aðalhlutverki
Fréttir
Í gær

Stöðvuðu foreldra sem keyrðu um með þriggja ára barn laust í bílnum – Barnavernd kölluð til

Stöðvuðu foreldra sem keyrðu um með þriggja ára barn laust í bílnum – Barnavernd kölluð til
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris er í sjokki eftir að eitrað var fyrir hundunum hennar – „Þetta getur ekki verið annað en af ásetningi“

Íris er í sjokki eftir að eitrað var fyrir hundunum hennar – „Þetta getur ekki verið annað en af ásetningi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Smitin á leikskólanum rakin til landamærana – „Bein tenging við sóttkvíarbrot“ segir Víðir

Smitin á leikskólanum rakin til landamærana – „Bein tenging við sóttkvíarbrot“ segir Víðir