fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fréttir

„Ósvífið og sjaldséð brot“ þjálfara á Íslandi – „Hlægileg hegðun og eitthvað sem var ekki í lagi“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 16:00

Myndin í hægra horninu er skjáskot úr myndbandi af atvikinu. Mynd í bakgrunni/KKí

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Góðan daginn kæru körfuboltaáhugamenn, þjálfarar, stjórnarmenn og leikmenn. Mig langar að fjalla aðeins um atvik sem átti sér stað í leik sem ég var að þjálfa.“

Svona hefst færsla sem þjálfari í drengjaflokki í körfubolta skrifar í Facebook-hópinn Dominos-spjallið. Um er að ræða afsökunarbeiðni á atviki sem átti sér stað í leik sem lið þjálfarans var að spila. Heimildarmaður DV segir að um sé að ræða „ósvífið og sjaldséð brot“.

Þegar leikmaður í hinu liðinu skoraði þriggja stiga körfu og var að hlaupa í vörn reyndi þjálfarinn sem um ræðir að fella leikmanninn með því að setja fót sinn fyrir hann.

„Í kjölfarið verð ég rekinn út úr húsi sem er háréttur dómur og ég er þakklátur að við áttum einn dómara með dómaraþekkingu sem brást rétt við en það er ekki alltaf gefins út á landi en ég átti ekki skilið að vera inni á vellinum. Ég fór inni klefa og vissi strax hversu mikil skita þetta var,“ segir þjálfarinn sem gerir sér greinilega grein fyrir gjörðum sínum.

Hann segir að sér langi alltaf að vinna og að hann hafi miklar tilfinningar til körfuboltans en að svona hegðun eigi ekki heima í þjálfun. „Eftir leikinn bað ég strákana og þjálfarann afsökunar ásamt dómurum leiksins. Ég vissi strax eftir leik að þetta var hlægileg hegðun og eitthvað sem var ekki í lagi,“ segir þjálfarinn.

„Þegar ég kem heim þá tala ég við kærustu mína og segi henni strax að ég á að segja upp og finna útur þessu og vinna í sjálfum mér,“ segir hann síðan enn fremur en daginn eftir tók hann ákvörðun um að hætta að þjálfa í bili. „Ég elska að þjálfa og mun halda áfram að gera það en ég veit að svona má ekki gerast aftur og ég mun vinna í sjálfum mér til að verða betri.“

Að lokum biðst hann aftur afsökun á atvikinu. „Maður gerir alls konar vitleysu í lífinu og þetta var algjör skita og ég mun taka öllum afleiðingum sem fylgja þessari skitu,“ segir hann. „Ég gerði mistök og ég ætla að vinna í sjálfum mér svo þetta gerist ekki aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur
Fréttir
Í gær

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun