fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fréttir

Dómur staðfestur yfir nauðgara sem beitti blekkingum og kúgun – Þóttist vera annar maður í tvö ár

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 18:25

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklega var endapunkturinn settur í Landsrétti í dag aftan við sakamál sem snýst um kúgun og blekkingar manns gegn konu sem stóðu yfir í tæplega tvö ár, frá tímabilinu 2015 til 2017.

Maðurinn fékk fjögurra ára fangelsisdóm fyrir brot sín árið 2019 með dómi Héraðsdóms Reykjaness. Í sem stystu máli snerust blekkingar, kúgun og ofbeldi mannsins í því að hann villti á sér heimildir í samskiptum við konuna á Snapchat og þóttist vera annar maður. Í krafti hins falska auðkennis fékk hann konuna til að senda sér nektarmyndir sem hann síðan notaði til að kúga hana til kynmaka með öðrum karlmönnum, aðallega til munnmaka.

Einnig nauðgaði maðurinn henni tvisvar á hótelherbergi með þeim hætti að hann þóttist vera annars maður en fékk hana til að hafa bundið fyrir augun svo hún sá ekki með hverjum hún hafði kynferðismök.

Maðurinn áfrýjaði dómi sínum til Landsréttar, meðal annars á þeim forsendum að hann hefði ekki haft nægilegan aðgang að sönnunargögnum sem aflað var fyrir dómi í héraði og að rannsókn málsins hafi verið slök. Í heildina féllst Landsréttur ekki á rök mannsins.

Fjögurra ára fangelsisdómur yfir manninum var því staðfestur í Landsrétti. Þá dæmdi Landsréttur manninn til að greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur sem og allan áfrýjunarkostnað sem er hátt í tvær milljónir króna.

Einn dómari skilaði sératkvæði að taldi að framburður mannsins, þess efnis að ekkert hefði orðið úr samförum í þau tvö skipti sem konan og maðurinn hittust og hún hafði bundið fyrir augun, væri jafntrúverðugur og framburður konunnar. Í ljósi þess og fleiri atriði ætti að dæma hann til vægari refsingar og til greiðslu lægri miskabóta. Hún var hins vegar sammála varðandi sakfellingu á öðrum liðum ákærunnar gegn manninum.

Ítarlega dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun