fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fréttir

Telur að lögregla saumi að sakborningum – Játning eða yfirgnæfandi sönnunargögn munu opna málið upp á gátt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 14:23

Samsett mynd. Mynd af Helga: Vilhelm Gunnarsson. Mynd af Rauðagerði: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur er ekki sammála þeirri skoðun margra, að lögregla hafi verið naum á upplýsingar í Rauðagerðismálinu. Hann segir að vissulega hafi verið svo í byrjun, lögregla hafi haldið mjög að sér spilunum, en fjölmiðlar hafi farið á stúfana, fundið út hvar hinn látni átti heima og tengsl hans við aðra. Eftir það hafi lögregla farið að gefa meiri upplýsingar.

„Mér finnst þetta hafa aðeins breyst, að þeir hafi gefið meira til kynna, til dæmis það að þeir séu að kortleggja ferðir sakborninga og séu með ýmiskonar gögn sem þeir noti í því skyni. Þeir segja að þetta sé flókin vinna, sem ég býst við að sé rétt. Það er til dæmis flókið að rekja símagögn út frá staðsetningu, samtöl á milli síma, allt er þetta mjög tímafrekt.“

Margir minnast morðsins á Birnu Brjánsdóttur snemma árs 2017 en þá hélt lögregla reglulega blaðamannafundi og hélt almenningi upplýstum. Málin eru vissulega ólík en eru líklega stærstu og óhugnanlegustu morðmál seinni tíma. „Þar duttu menn niður á þessa slóð í gegnum gögn í eftirlitsmyndavélum og fylgdu henni eftir til enda. Þá reyndi mikið á faglega kunnáttu lögreglu við að greina öryggismyndavélagögn og lögreglan sýndi þarna styrkleikamerki,“ segir Helgi.

Saumað verði að sakborningum í krafti tæknilegra gagna

„Mér finnst líklegt að lögreglan hafi dregið upp meginlínur í málinu. Þegar játning er komin tel ég líklegt að það verði haldinn blaðamannafundur,“ segir Helgi og bætir við að svo geti líka farið að það fáist aldrei játning en sönnunargögnin verði svo yfirgnæfandi að hún reynist ekki nauðsynleg.

Helgi telur að lögreglan sé búin að teikna upp mynd af atburðarásinni en mikil vinna fari í að sannreyna kenningar með gögnum og bera til dæmis framburði sakborninga saman við gögn. „Þeir safna gögnum og sauma í krafti gagnanna að viðkomandi. Smám saman munu gögnin leiða til óhjákvæmilegra niðurstöðu um hver sé hinn seki, hver hleypti af skotum úr byssunni,“ segir Helgi.

„Það er alls ekkert víst að allir í þessum tíu manna hópi sem er í gæsluvarðhaldi séu sekir um morð eða einhverjar framkvæmdir tengdar því. Einhver hleypti af og hugsanlega á einhver hlutdeild en aðrir eru í þessu tengslaneti hins seka, þeir þekkjast. Þá er það spurning í hverju þessi tengsla felast og menn eru að reyna að draga það fram og smám saman sauma að þessum hópi. Þarna er tíu manna hópur og þeir vilja ekki allir enda uppi sem morðingjar og eru það líklega ekki allir,“ segir Helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur
Fréttir
Í gær

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun