fbpx
Föstudagur 16.apríl 2021
Fréttir

Nemendur í Austurbæjarskóla hjóla í Katrínu – „Af hverju getum við þá ekki hjálpað þeim?“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2021 09:01

Katrín Jakobsdóttir. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar athyglisverður pistill birtist í Fréttablaðinu í dag en pistillinn var skrifaður af hópi krakka í Austurbæjarskóla. Pistillinn er opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en krakkarnir hjóla í hana með pistlinum og spyrja hana spjörunum úr.

Krakkarnir sem skrifuðu pistilinn eru Skrekkshópurinn í Austurbæjarskóla, það er krakkarnir sem taka þátt fyrir skólans hönd í leiklistarkeppninni Skrekk. Pistillinn fjallar um þá útlendinga sem sendir hafa verið úr landi undanfarið. „Um daginn þegar átti að senda egypsku fjölskylduna úr landi þá sagðir þú að þú værir ekki að beita þér í einstökum málum heldur fyrir kerfisbreytingum, og talaðir um hvað útlendingalöggjöfin væri opnari hér en annars staðar,“ segja krakkarnir í upphafi pistilsins.

„En þá spyrjum við til baka: Ef við hugsum bara um löggjöf, er þá pláss fyrir mannlega samúð? Þegar þú varst á okkar aldri, 14 eða 15 ára, hvað langaði þig að gera þegar þú yrðir stór? Hvernig samfélag ímyndaðir þú þér að yrði í framtíðinni? Langaði þig líka að Ísland yrði fyrir alla?“ spyrja krakkarnir svo.

Krakkarnir spyrja Katrínu þá að fleiri spurningum. „Viljum við vera þjóð þar sem allir eru eins? Viljum við hafa það orðspor að vera land sem sendir fólk burt sem á ekkert heimili? Eigum við ekki nóg af peningum, af hverju getum við þá ekki hjálpað þeim? Hver ákvað að þau megi ekki eiga heima hérna?“

Þá benda krakkarnir á að verið sé að senda krakka úr landi á þeirra aldri og að búið sé að senda krakka sem voru þegar orðnir vinir þeirra. „Þið eruð að senda krakka úr landi sem væru kannski bekkjarfélagar okkar. Vinir okkar. Þið eruð að senda burt krakka sem eru þegar orðnir vinir okkar. Eins og Milina, Kemal, Samir, Aya, Leo, Ali, David og öll hin börnin sem hafa verið send úr landi. Af hverju eru þau ekki að skrifa þetta bréf?“

Að lokum spyrja krakkarnir forsætisráðherra að einni lokaspurningu: „Kæri forsætisráðherra. Þegar þú varst á okkar aldri, er þetta framtíðin sem þú vildir?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur

Engar umsóknir bárust um stöðu verkefnastjóra á Flateyri – Umsóknafrestur framlengdur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag

Gunnar fékk 13 ára dóm fyrir morðið á bróður sínum á síðasta ári en var sleppt úr haldi í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow

Fagradalsfjall Now Erupts From 8 Craters – Hair-raising Footage Shows Spectators at Edge of Lava Flow
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi

Nýju gígarnir gjörbreyta ásýnd gossvæðisins – Sjáðu myndband af sjónarspilinu í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík

Fiskibátur með tvo um borð strandaði í Krossavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“

Eva segir Kára til syndanna – „Æ, Kári, þetta eru ekki rök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn

Þrír greindust utan sóttkvíar í gær – Nýjar tillögur Þórólfs ræddar í ríkisstjórn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun

Nýjar vendingar á gosstöðvum – „Tveir eða jafnvel þrír“ nýir gígar opnuðust í morgun