fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Vanessa skelfingu lostin í jarðskjálftunum í morgun – Hljóp með börnin út úr húsi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 18:33

Vanessa Francois. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vanessa Francois heitir kona frá Port-au-Prince í Haiti sem búsett hefur verið á Íslandi frá því 2008. Ættingjar hennar eru flestir búsettir á Haiti. Jarðskjálftinn mikli sem varð á Haiti í janúar árið 2010 og mældist 7,0 á Richter, markar djúp sár í sál Vanessu, en fjórar systur hennar og ein frænka létu lífið í jarðskjálftanum.

Jarðskjálftinn varð á 13 kílómetra dýpi og hrina eftirskjálfta upp á 5,0 til 5,9 á Richter og rúmlega það fylgdi í kjölfarið. Gífurlegt mannfall varð í skjálftanum sem lagði stóran hluta landsins í rúst.

Sterkasti jarðskjálftinn sem reið yfir hér á landi í morgun var 5,7 sem er töluvert minna en skjálftinn mikli á Haiti. Gera má ráð fyrir því að mannvirki hér séu almennt sterkbyggðari en á Haiti. Engin meiðsli á fólki eða skemmdir á verðmætum urðu í skjálftunum sem urðu hér í dag.

Vanessa hringdi skelfingu lostin í ritstjórn DV og spurði hvað væri að gerast og hvers mætti vænta. Þegar mesta skjálftahrinan reið yfir í morgun klæddi hún yngsta barnið sitt í snarhasti og hljóp út úr húsi með öllum þremur dætrum sínum.

Vanessa hefur leitað ráða um hvernig bera eigi sig að í jarðskjálfta og fengið fullvissu um að þær hörmungar sem urðu í heimalandi 2010 séu ekki yfirvofandi hér. Rétt er þó að hafa í huga að stærri skjálftar en þeir sem riðu yfir í morgun gætu orðið á næstunni.

„Ég var úti í allan dag, ég var dauðhrædd,“ segir Vanessa. Hún segir að ættingjar hennar hafi dáið er hús hrundi sem hún hafði átt þátt í að byggja og hefur valdið henni mikilli sektarkennd. „Móðir mín hefur alltaf ásakað mig vegna þess sem gerðist í Haiti og þessa vegna eigum við ekki gott samband,“ segir Vanessa.

„Ég missti ekki bara fjórar systur heldur líka frænku og marga vini mína,“ segir Vanessa og á mjög erfitt með að ná rósemi eftir atburðina í dag.

„Guð minn góður,“ sagði Vanessa þegar blaðamaður sagði henni að það gæti komið sterkari jarðskjálfti. Hann gerðist þó svo djarfur að fullvissa hana um að hörmungar á borð við þær sem riðu yfir Haiti árið 2010 myndu ekki verða hér. Vanessa varð mjög hissa þegar blaðamaður tjáði henni að enginn hefði slasast í jarðskjálftunum í dag og ekki hefðu orðið neinar skemmdir á verðmætum.

Á vef Almannavarna má finna góð ráð varðandi varnir og viðbúnað gegn jarðskjálfta. „Festið skápa, hillur og þunga muni í gólf eða vegg. Hafið hjól sem eru á húsgögnum alltaf í læstri stöðu. Ef engin læsing er á hjólunum, setjið þá ramma utan um hjólin til að koma í veg fyrir að húsgögnin fari af stað í jarðskjálfta. Munið hins vegar að rammi eða læsing á hjólum kemur ekki í veg fyrir að húsgögn velti. Festið létta skrautmuni með kennartyggjó,“ er meðal þess sem þar stendur. Einnig er ráðið gegn því að stilla þungum munum ofarlega í hillur án þess að þeir séu tryggilega festir.

Á meðan skjálfti gengur yfir er gott að krjúpa, skýla og halda úti í horni  við burðarvegg eða krjúpa undir borð, skýla höfði og halda sér í.

Margar fleiri ráðleggingar er að finna þarna sem gott er að kynna sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi