fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Íslendingar farnir að kyssast meira

Bjarki Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gallup birti í dag þjóðarpúls Íslendinga en miklar breytingar eru frá síðustu mælingu. Fólk óttast ekki jafn mikið að smitast og er lítill kvíði fyrir efnahagslegum áhrifum vegna faraldursins til staðar. Engar tilslakanir hafa verið gerðar á persónubundnum sóttvörnum en fólk fer samt sem áður að færast nær gömlu horfi varðandi samskipti við fólk.

Samkvæmt þjóðarpúlsinum eru kossar og knús aftur orðin venjulegur máti til að heilsa þeim sem þú þekkir vel en þá sem þú myndir venjulega heilsa með handabandi fá ekki að upplifa það lengur. Frekar er því sleppt eða notast við aðrar snertilausar aðferðir.

Ferðir fólks á fjölfarna staði eða viðburði eru farnar að aukast sem og „óþarfa“ samskipti við fólk. Fólk verslar þó enn mikið á netinu og er það talið vera meira vegna þæginda frekar en vegna ótta um að smitast.

Fólk mætir meira í vinnuna en nemendur halda sig þó heima, þá sérstaklega háskólanemar. Sprittnotkun hefur minnkað, bæði þegar fólk sprittar hendurnar og þegar umhverfi fólks er sprittað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis