fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Fyrrverandi lögreglumaður stendur við skrif sín tengd Rauðagerðismálinu og gagnalekanum – „Ég braut engan trúnað“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 23. febrúar 2021 18:48

Árni Þór Sigmundsson. Mynd: Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar áhugaverð færsla sem Árni Þór Sigmundsson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn, birti á Facebook-síðu sinni í gær, varð tilefni að eldfimri fréttaskýringu  á Vísir.is um Rauðagerðismálið og gagnalekann á lögregluskjölum sem voru áberandi í fjölmiðlum í janúarmánuði.

Gögn sem lekið var til fjölmiðla í janúar innihalda upplýsingar um rannsókn sem gerð var á störfum fyrrverandi rannsóknarlögreglumanns hjá fíkniefnadeildinni, mestmegnis á árabilinu 2008 til 2011. Gögnin leiddu í ljós að lögreglumaðurinn hafði verið hreinsaður af ásökunum um mútuþægni og spillingu en einnig að Anton Kristinn Þórarinsson, sem núna er eini Íslendingurinn sem situr í haldi lögreglu í tengslum við Rauðagerðismorðið, var um skeið uppljóstrari fyrir lögregluna.

Meðal annarra sem sitja í gæsluvarðhaldi er albanskur maður á fertugsaldri, búsettur í Reykjavík, en hann er grunaður um að hafa skotið Armando Bequirai til bana fyrir utan heimili þess síðarnefnda, laugardagskvöldið 13. febrúar. Sá maður hefur neitað sök, samkvæmt öruggum heimildum DV.

Ósannað er að lekamálið og Rauðagerðismálið tengist í raun en það segir þó mikið um rannsóknina að Anton skuli sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Sú tilgáta er einnig á borði lögreglu að orsök morðsins hafi verið ósætti tveggja manna.

Facebook-færsla Árna Þórs er eftirfarandi, en þar segir hann meðal annars að sá sem grunaður er um fíkniefnabrot sé ekki trúverðugur uppljóstrari:

„Getur verið að á Íslandi þrífist umfangsmikil og skipulögð fíkniefnadreifing og innflutningur, spilling ?

Það er eins og þjóðin sé að vakna af dvala í þeim efnum, allavega um stundarsakir.

Um áratuga skeið hefur tiltekinn einstaklingur verið orðaður við ýmislegt, æði misjafnt og hann hefur auðgast gífurlega án þess að sýna skýranlega innkomu og það fyrir allra augum.

Á þetta hefur ítrekað verið bent bæði af almenningi og ekki síst af þeim lögreglumönnum sem vinna að þessum málaflokki, af heiðarleika, – heiðarlegum lögreglumönnum – en hvorki æðstu stjórnendur fíkniefnarannsókna eða skattayfirvöld hafa sinnt frumkvæðisskyldu til að kanna málið frekar.

Fullkomið rannsóknarefni!

Í dag er viðkomandi kallaður “athafnamaður”.

Um samskipti lögreglu við upplýsingaaðila gilda skýrar reglur. Sá sem er grunaður í slíkum málum telst ekki trúverðugur.

Nú stíga sömu menn sem hunsuðu ábendingarnar fram með áhyggjur af því að málin séu að færast á alvarlegt stig, fyrrum yfirmenn þessara rannsókna sem tóku ekki ábendingarnar alvarlega.

Er ekki einhver með allt niðurum sig í þessum málum?

Að lokum fyrr eða síðar leitar sannleikurinn upp á yfirborðið.“

Facebook-færslan var ekki opinber og ekki öðrum sýnileg en Facebook-vinum Árna en hún var send blaðamanni Vísis. DV hafði samband við Árna, sem vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að hann stæði við orð sín og í færslunni hefði hann engan ásakað um nokkurn skapaðan hlut. Árni starfaði hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá árunum 1981 til 2018. Hann er núna á eftirlaunum og býr í Danmörku. Þess skal getið að Árni hefur ekki komið að rannsókn fíkniefnamála eða morðmála síðan í kringum 1990 en hann starfaði í kynferðisbrotadeildinni síðustu starfsárin. Hann vildi ekkert tjá sig um Rauðagerðismálið við DV og ítrekaði að hann hefði sagt allt sem hann hefur að segja um þessi mál í Facebook-færslunni.

Árni hefur birt aðra færslu, tengda málinu. Þar segist hann standa við hvert orð í fyrri færslunni:

„Ég setti hér inn á ( vini mína) færslu fyrir nokkrum dögum. Hún rataði einhvern veginn á síður fjölmiðla eins og ég hefði verið í viðtali sem er ekki rétt. Hef ekkert tjáð mig um þessi mál nema í þessari færslu hvað sem síðar verður.

Í þessari færslu á fb braut ég engan trúnað en setti inn mínar hugleiðingar sem lengi hafa verið á allra vitorði, engin leyndarmál.

Stend við hvert orð.“

 

Fréttaskýringu Vísis má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Í gær

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu