fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Rauðagerðismorðið: Lögregla að fá skýrari mynd á málið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 19:50

Margeir Sveinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt frétt RÚV í kvöld er lögregla að fá skýrari mynd á Rauðagerðismorðið og miklar líkur eru taldar á því að málið leysist. Um tuttugu manns vinna eingöngu við rannsóknina.

Gæsluvarðhald þriggja manna rennur út á morgun en lögregla ætlar að krefjast framlengingar á gæsluvarðhaldi eins þeirra.

Níu manns eru í haldi lögreglu vegna málsins og hafa þeir verið yfirheyrðir undanfarna daga, mismikið hver og einn.

Lögregla hefur lagt hald á tölvugögn, bæði tölvur og snjallsíma. Að sögn Margeirs Sveinssonar, yfirlögregluþjóns sem stýrir rannsókninni, er sú vinna að yfirfara þessi gögn afar tímafrek en meðal annars er unnið að því að kortleggja ferðir manna.

Samkvæmt Fréttablaðinu telur lögregla sig vita hvaða gerð af byssu var notuð við morðið en ekki er staðfest að lagt hafi verið hald á morðvopnið. Auk tölvutengdu munanna sem nefndir voru hér að ofan hefur lögregla lagt hald á vopn og bíla eftir umfangsmiklar húsleitir.

Verið er að rannsaka hvort málið tengist uppgjöri skipulagðra glæpahópa eða hvort um hafi verið að ræða uppgjör milli tveggja manna. Lögregla telur sig hafa morðingann í haldi en sá sem helst hefur legið undir grun neitar sök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Í gær

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Í gær

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“
Fréttir
Í gær

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Í gær

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“

Fjallar um fordóma gegn Baldri – „Hafa litlu mennirnir fengið háværari rödd?“
Fréttir
Í gær

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk

Yfirmaður á hjúkrunarheimili snýr til baka úr leyfi í skugga ásakana um áreitni við ungt starfsfólk