fbpx
Fimmtudagur 15.apríl 2021
Fréttir

Rauðagerðismálið hefði sprengt fangelsiskerfið án Hólmsheiðar – Aldrei fleiri í gæsluvarðhaldi en nú

Heimir Hannesson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 16:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að fangelsiskerfið hefði að öllum líkindum ekki ráðið við þann mikla fjölda sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði þar síðustu helgi hefði fangelsið á Hólmsheiði ekki verið reist.

Níu eru nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Aldrei hafa fleiri setið í gæsluvarðhaldi í einu.

„Kerfið hefði ekki ráðið við þetta mál fyrir fimm árum síðan,“ sagði Páll afdráttarlaus í samtali við blaðamann DV fyrr í dag. Aðspurður hvernig það hefði þá verið leyst, svaraði Páll að sér þætti líklegast að mönnunum níu hefði verið komið fyrir í fangaklefum á lögreglustöðvum hér og þar um landið með tilheyrandi raski og skerðingu mannréttinda.

Fangelsið á Hólmsheiði mynd/Fangelsismálastofnun

Páll bendir á að menn sem sitja í gæsluvarðhaldi í einangrun krefjast sérstakrar meðferðar. Þeir mega ekki vera í sama rými og aðrir fangar. Það á við um rými innan- sem utandyra. Engu að síður njóti þeir að sjálfsögðu sömu réttinda og aðrir fangar. „Við erum bara mjög ánægð með að kerfið standist þetta mikla álag og að við getum tekið við töluvert fleiri einstaklingum en nú eru í kerfinu.“ Hann segir jafnframt mikilvægt að hægt sé að gera slíkt með sómasamlegum hætti og þannig að mannréttindi séu tryggð, en líka öryggi hlutaðeigandi og rannsóknarhagsmunir.

Öll gæsluvarðhaldseinangrun fer nú fram í fangelsinu á Hólmsheiði og segir Páll aðstöðuna þar til fyrirmyndar. „Það er aðstaða á Hólmsheiði til að yfirheyra fanga þó stundum sé farið með þá á lögreglustöðvar. Það er góð aðstaða fyrir yfirheyrslur og þar eru fjórir útivistargarðar fyrir gæsluvarðhaldsfanga í einangrun. Þannig getum við passað upp á öll réttindi fanga, sem og öryggi þeirra og virt rannsóknarhagsmuni,“ útskýrir Páll.

„Litla Hraun var aldrei hannað sem gæsluvarðhaldsfangelsi,“ segir Páll, og ítrekar að án fangelsisins á Hólmsheiði hefðu fangelsisyfirvöld verið í miklum vandræðum með að leysa úr þessu verkefni.

Fangelsið á Litla Hrauni mynd/Fangelsismálastofnun

Aðspurður hvort Hólmsheiði leysi öll vandamál fangelsisyfirvalda um ókomna tíð, segir Páll svo ekki vera. „Hólmsheiðin var hannað og hugsað til framtíðar, en nú þarf að fara í að bæta aðstöðuna á Litla Hrauni og taka þar tillit til bæði starfsumhverfis starfsmanna og jafnframt auka möguleika á aðskilnaði fanga.“

Í því samhengi bendir hann á að tekist hefur að hægja mjög á dreifingu fíkniefna á Hólmsheiði og er nú nánast ómögulegt að dreifa fíkniefnum um allt fangelsið. „Hönnunin er þannig að það er mjög erfitt að koma fíkniefnum á milli og þar af leiðandi hefur verið nokkuð lítið um fíkniefnaneyslu á Hólmsheiði. Töluvert minna en til dæmis á Litla Hrauni,“ segir Páll.

Páll segir að hægt sé að breyta 28 afplánunarrýmum á Hólmsheiði í gæsluvarðhaldseinangrun, og að fangelsið sé því langt frá því að vera fullnýtt, jafnvel þó mikið reyni á í tengslum við Rauðagerðismálið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Þetta með Janssen eru ekki góðar fréttir,“ segir heilbrigðisráðherra

„Þetta með Janssen eru ekki góðar fréttir,“ segir heilbrigðisráðherra
Fréttir
Í gær

Puttasendingar á Miklubraut enduðu í blóðugum slagsmálum í Ármúla – Réðst á manninn með „geðveikisglampa“ í augum

Puttasendingar á Miklubraut enduðu í blóðugum slagsmálum í Ármúla – Réðst á manninn með „geðveikisglampa“ í augum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryndís Schram um kynni sín af Filippusi – „Hann sýndi engan áhuga og hreytti út úr sér hálfgerðum ónotum“

Bryndís Schram um kynni sín af Filippusi – „Hann sýndi engan áhuga og hreytti út úr sér hálfgerðum ónotum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands og gekk of langt – „Þá geta þau bara átt sig“

Fékk ekki styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands og gekk of langt – „Þá geta þau bara átt sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi útskýrir lögin fyrir „lækninum“ Kára – „Kári hefur síðustu daga gerst lagaskýrandi á opinberum vettvangi“

Helgi útskýrir lögin fyrir „lækninum“ Kára – „Kári hefur síðustu daga gerst lagaskýrandi á opinberum vettvangi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eitt innanlandssmit í gær

Eitt innanlandssmit í gær