fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
Fréttir

Gilbert fastur í Kólumbíu vegna Covid-19 – „Ég hef ekki séð börnin mín í 13 mánuði“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gilbert Sigurðsson heitir íslenskur maður sem hélt til Kólumbíu snemma í janúar árið 2020 þar sem hann hugðist dveljast í þrjá mánuði. Núna rúmu ári síðar er Gilbert enn fastur í Kólumbíu eftir fjölmargar tilraunir til að komast til Íslands. Ekkert beint flug er á milli landanna en faraldurinn gerir mjög erfitt fyrir að komast til Evrópu og þaðan til Íslands.

„Margir flugvellir í Evrópu hafa lokað á Suður-Ameríku og þess vegna hef ég setið fastur hér,“ segir Gilbert í spjalli við DV. Sem dæmi er Kólumbía á bannlista á Heathrow flugvelli, sem og fjölmörg lönd í Ameríku, Afríku og Asíu. Farþegar frá löndum sem tiltekin eru í reglum sem birtar eru á vefsvæði Heaththrow mega ekki koma til Englands og ekki fara í gegnum flugvöllinn.

Gilbert á tvö börn, sonur hans er ungur maður og dóttir hans er á unglingsaldri. Hann er mjög náinn börnunum og hann viðurkennir að aðskilnaðurinn hafi verið þeim gífurlega erfiður. Núna hillir hins vegar undir sameiningu fjölskyldunnar því Gilbert hyggur á heimferð í byrjun mars.

Gilbert hefur þegar eytt yfir 800 þúsund krónum í flugferðir sem ekki hafa verið farnar. Að hans sögn er það glatað fé:

„Öllum flugferðum hefur verið aflýst á síðustu stundu. Ég kom hingað í byrjun janúar á síðasta ári og ætlaði að vera í þrjá mánuði, en ég er fastur hérna því mörg Evrópulönd taka ekki á móti fólki frá S-Ameríku. Þess vegna hef ég ekki séð börnin mín í 13 mánuði. Ég hef tapað þessum peningum ekki vegna þess að flugferðum hefur verið aflýst heldur af því mörg flugfélög eru gjaldþrota og geta hvorki endurgreitt farmiða né veitt inneign. Ég er búinn að kaupa farmiða fyrir yfir 800 þúsund síðan þetta Covid-dæmi byrjaði og það er tapaður peningur.“

Gilbert hefur það samt fínt í Kólumbíu og hefur í sjálfu sér ekkert yfir dvölinni að kvarta. En aðskilnaðurinn við börnin er mjög erfiður og hefur tekið sinn toll af bæði honum og þeim. Gilbert er hins vegar ekki maður sem deyr ráðalaus og hann er staðráðinn í að komast heim á næstunni:

„Ég á inneignir hjá mörgum flugfélögum en til að púsla saman mínu ferðalagi til Íslands þá eru það alltaf 3-5 dagar á leiðinni heim því ég þarf að taka Covid-test í sumum löndum. Get þá ekki stigið upp í flugvél án þess að taka test, verð þá að fara út af flugvellinum og á spítala til að taka covid-test til þess að komast áfram. Þetta er bara hryllingur,“ segir Gilbert.

 

Meðfylgjandi er tilkynning sem Gilbert fékk frá KLM Royla Dutsch Airlines þar sem honum er tilkynnt að því miður þurfi að fella niður flug hans og ekki sé hægt að setja á aðra ferð.

Hátt í 60 þúsund manns hafa látist úr Covid-19 í Kólumbíu og vel yfir tvær milljónir hafa smitast. Flestir hafa þó náð sér aftur samkvæmt gögnum frá World of Meters.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgrímur segir marga hafa móðgast – „Mér var hótað lífláti og að konunni minni yrði nauðgað“

Þorgrímur segir marga hafa móðgast – „Mér var hótað lífláti og að konunni minni yrði nauðgað“
Fréttir
Í gær

Ábúendur á Lágafelli segjast dregnir að ósekju inn í sorlega fréttaumfjöllun – „Einfalt er að búa sögu sem á engan vegin við rök að styðjast“

Ábúendur á Lágafelli segjast dregnir að ósekju inn í sorlega fréttaumfjöllun – „Einfalt er að búa sögu sem á engan vegin við rök að styðjast“