Fimmtudagur 25.febrúar 2021
Fréttir

Miklar sögusagnir í Rauðagerðismálinu – Lögregla gagnrýnd fyrir upplýsingaskort

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 21. febrúar 2021 12:05

Einn sakborninga í Rauðagerðismálinu leiddur út úr húsi Héraðsdóms Reykjavíkur mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við vitum ekki hvað þarna gerðist, það er ekki komið í ljós, lögreglan er búin að handtaka 11-12 manns í heildina, Íslendinga, Litháa, Albana, Spánverja, ýmist fólk sem er búsett hér á landi eða kom hingað fyrir nokkrum vikum, allt grasserar í samsæriskenningum og sögum, í undirheimum, hjá lögmönnum og lögreglu eru miklar getgátur um hvað þarna gerðist, hvort það tengist því sem áður hefur verið í fréttum, leka á upplýsingum um rannsókn sem var í gangi,“ segir Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður og fréttastjóri hjá Fréttablaðinu í Silfrinu á RÚV í dag.

Rauðagerðismálið, sem hvílir eins og skuggi yfir þjóðinni, var til umræðu í þættinum en þar sátu þrír blaðamenn hjá Agli, auk Aðalheiðar þeir Andrés Magnússon frá Morgunblaðinu og Björn Ingi Hrafnsson frá Viljanum.

Í janúar var lekið gögnum um rannsókn sem fór fram á mögulegri mútuþægni rannsóknarlögreglumanns. Gögnunum var meðal annars lekið í DV. Rannsóknin hreinsaði lögreglumanninn af ásökunum um mútuþægni og ekkert í þeim kom fram sem studdi ásakanirnar. Hins vegar leiddu gögnin einnig í ljós að Anton Kristinn Þórarinsson, Íslendingurinn sem núna er í gæsluvarðhaldi vegna Rauðagerðismálsins, hefði um árabil verið uppljóstrari lögreglu.

Þær sögur berast úr undirheimum að Anton hafi einangrast eftir birtingu gagnanna og sótt sér aukna lífvernd. Sá orðrómur er einnig þrálátur að morðið á öryggisverðinum Armando Bequiri, sem skotinn var fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði fyrir viku, tengist baráttu um yfirráð í fíknaefnaheiminum. Ekkert hefur komið fram sem sannar þessa kenningu. Þær sögur eru einnig á sveimi að málið snúist í raun bara um ósætti tveggja manna og þetta hafi verið persónulegt.

Aðalheiður hefur einnig heyrt þær sögur að árásin hafi verið mjög viðvaningsleg. Skotið hafi verið níu skotum á Armando og aðeins sum þeirra hafi hæft hann.

Andrés Magnússon frá Morgunblaðinu gagnrýndi lögreglu fyrir skort á upplýsingum. Á meðan grasseruðu sögusagnir, meðal annars úr undirheimum og birt væru skjáskot af spjallborðum glæpamanna. Með upplýsingaskorti sínum væri lögreglan sek um að eiga þátt í upplýsingaóreiðu.

Andrés sagði ennfremur að menn sem eru bendlaðir við stór fíkniefnaviðskipti í umræðum fólks birtust bara í fjölmiðlum í „hverjir voru hvar“ dálkum og fréttum um fasteignaviðskipti. Íslendingar hefðu ætlað að gera átak í baráttu gegn peningaþvætti og þessi staða kallaði á að lögregla gerði hreint fyrir sínum dyrum. „Við höfum talað stórt um peningaþvætti og hvernig ætlum við að laga það?“ spurði Andrés.

Egill viðurkenndi að umræðurnar í þættinum væru slúðurkenndar en honum bærist til eyrna að lögregla kappkostaði að halda jafnvægi í undirheimum og það gæti kostað að semja við tiltekna uppljóstrara. Andrés sagði þá að það væri ekki hlutverk lögreglu að tryggja jöfn atvinnutækifæri í undirheimum. Egill sagði ennfremur: „Lögreglan segir mér að það sé orðið meira um einkarekna vopnaða öryggisgæslu sem fer um helstu leikendur og gerendur í undirheimum.“

Björn Ingi sagði málið grafalvarlegt. Lögreglan yrði að gera hreint fyrir sínum dyrum varðandi hvernig hún hefði samið við uppljóstrara. Þetta væri mjög óþægilegt mál fyrir lögregluna.

Aðalheiður sagðist hafa áhyggjur af því að málið gæti ýtt undir útlendingaandúð. Á kosningaári gætu vissir stjórnmálamenn séð sér leik á borði og nýtt málið í slíkum málflutningi. Björn Ingi sagði að það yrði samt að vera hægt að ræða málin og benti á að í greiningarskýrslum Ríkislögreglustjóra væri varað við þeirri þróun sem hefur orðið á Norðurlöndum, varðandi uppgang erlendra glæpagengja.

Aðalheiður sagði að þá yrðu réttar upplýsingar að vera á borðinu. Greiningarskýrslurnar bentu til þess að ástandið væri öðruvísi hér en í undirheimum annars staðar á Norðurlöndum, þar sem glæpagengi væru skipuð eftir þjóðernum. Hér væri mun meiri blöndun og samvinna meðal glæpamanna þvert á þjóðerni. Hún hefur einnig áhyggjur af því að málið verði til þess að lögreglan krefjist forvirkra rannsóknarheimilda umfram þarfir og að gengið verði á mannréttindi fólks með lengra gæsluvarðhaldi og frumkvæðisrannsóknum lögreglu.

 

 

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skjálfti á miðri leiksýningu – Voru handviss um að þetta væri partur af sýningunni

Skjálfti á miðri leiksýningu – Voru handviss um að þetta væri partur af sýningunni
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Búast við fleiri stærri skjálftum

Búast við fleiri stærri skjálftum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þetta áttu að gera í jarðskjálfta – Sjáðu ráðleggingar Almannavarna

Þetta áttu að gera í jarðskjálfta – Sjáðu ráðleggingar Almannavarna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helstu viðbrögð netverja við jarðskjálftanum – „WHAT THE FUCK VAR ÞETTA JARÐSKJÁLFTI??“

Helstu viðbrögð netverja við jarðskjálftanum – „WHAT THE FUCK VAR ÞETTA JARÐSKJÁLFTI??“
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi lögreglumaður stendur við skrif sín tengd Rauðagerðismálinu og gagnalekanum – „Ég braut engan trúnað“

Fyrrverandi lögreglumaður stendur við skrif sín tengd Rauðagerðismálinu og gagnalekanum – „Ég braut engan trúnað“
Fréttir
Í gær

Úlfur Atli svarar Kára Stefánssyni – „Eflaust voru einhverjir á bakvið tjöldin“

Úlfur Atli svarar Kára Stefánssyni – „Eflaust voru einhverjir á bakvið tjöldin“