Þriðjudagur 09.mars 2021
Fréttir

Eins og handrit að klámmynd – Verkefnastjórar hjá neyðarmóttökunni lýsa reynslu sinni

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 20. febrúar 2021 20:00

Hrönn Stefánsdóttir og Hildur Dís Kristjánsdóttir eru verkefnastjórar á Neyðarmóttökunni. MYND/ERNIR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkefnastjórar á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis taka á móti brotaþolum sem hafa orðið fyrir miklu ofbeldi og niðurlægingu.

„Ég hef auðvitað séð ýmislegt. Það sem mér finnst hvað óhugnanlegast er þetta markaleysi í samskiptum kynjanna þar sem ungar stelpur telja sig vera skotnar í strákum og síðan fer einhver atburðarás af stað þar sem allt vald er tekið af þeim,“ segir Hrönn Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og annar verkefnastjóra á Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

Hrönn hefur starfað í sjö ár á neyðarmóttökunni, þar af í fimm ár sem verkefnastjóri. Hún tók þá við af Eyrúnu Jónsdóttur, sem hafði starfað við neyðarmóttökuna frá upphafi, eða í 23 ár. Vegna anna á neyðarmóttökunni var ráðinn þangað annar verkefnisstjóri árið 2017, Hildur Dís Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðingur, sem einnig ber titilinn verkefnastjóri. Saman bera þær hitann og þungann af starfi móttökunnar.

Þaulskipulögð brot

Hildur segir gríðarlegt ofbeldi og niðurlægingu einkenna mörg þeirra mála sem til þeirra koma. „Mér finnst stundum eins og það sé verið að lýsa handriti að klámmynd frá a til ö,“ segir hún. Hrönn tekur undir: „Okkar upplifun er að ungir karlmenn séu að horfa allt of mikið á klám og virðast fá sína kynfræðslu úr klámi.“

Hrönn segir að þrátt fyrir mikla reynslu séu alltaf ákveðin mál sem reyni meira á en önnur. „Fyrstu málin sem tengdust börnum voru mjög erfið. Mér finnst líka mjög óhugnanlegt þegar við sjáum að brot hafa verið þaulskipulögð, til dæmis þar sem er haft samband við fólk í gegnum netið beinlínis til að brjóta á því. Við sjáum líka oft að þessir gerendur eru örugglega ekki að gera þetta í fyrsta skipti.

Konur í virkri vímuefnaneyslu eru sem betur fer að koma til okkar í meira mæli en áður. Þær eru farnar að treysta neyðarmóttökunni og skila skömminni, sem er afar dýrmætt. Það er erfitt að horfa upp á það ofbeldi sem konur í virkri vímuefnaneyslu verða fyrir.

Við fáum líka til okkar konur sem hafa verið frelsissviptar, jafnvel í viku eða lengri tíma. Þetta eru þá gjarnan fyrrverandi makar eða kærastar, sem halda þeim nauðugum og beita þær kynferðislegu ofbeldi.“

Samþykki nauðsynlegt

Starf verkefnastjóra á neyðarmóttökunni er mun víðtækara en bara að taka á móti brotaþolum skömmu eftir að þeir verða fyrir ofbeldi. „Við höfum séð mál þar sem farið er mjög illa með brotaþola. Vinahópar loka á einstaklinga því þeir taka afstöðu með geranda eða þá þegar einstaklingar hætta í skóla eða vinnu því þeir vilja ekki mæta geranda sínum. Réttargæslumenn á okkar vegum hafa þá oft aðstoðað þessar stelpur og frætt þær um þeirra rétt þegar vinnuveitandi tekur afstöðu með geranda. Þetta getur verið mjög flókið.“

Brotaþolar eru í afskaplega mismunandi ástandi þegar þeir koma. Þær segja sumar stelpur afsaka að þær séu að koma og þær hefðu nú ekki komið nema því vinkona sagði þeim að mæta.

„Sumar halda að það hafi ekki verið brotið á þeim ef þær samþykktu að fara heim með einhverjum. Það að fólk ákveði að sofa saman þýðir ekki að það hafi verið gefið samþykki fyrir hverju sem er,“ segir Hildur og vísar í að samkvæmt lögum þarf frjálst samþykki. „Manneskja sem er frosin eða grætur er ekki að gefa samþykki sitt þó hún segi ekki nei,“ segir hún.

Gefandi starf en erfitt

Hrönn og Hildur segja báðar að það sé margt gefandi við starfið þó það sé erfitt. „Það er kannski erfiðast þegar maður fær mörg mál inn sama dag. Þetta er starf sem maður gefur sig mikið í andlega,“ segir Hrönn. Hildur segir að brotaþolar komi oft inn hágrátandi en eftir að eiga kannski tveggja klukkutíma stund á neyðarmóttökunni upplifi fólk valdeflingu og vilji jafnvel kveðja með faðmlagi. „Það gefur mér mikið,“ segir hún.

Báðar eiga þær maka sem starfa í framlínunni og hafa skilning á því að þær geti þurft að hlaupa til hvenær sem er, hvort sem fjölskyldan er að borða saman kvöldmat eða það er mið nótt. Börnin þeirra hafa líka vanist því að mamma þurfi fyrirvaralaust að þjóta til vinnu með orðunum: „Mamma þarf að fara að hjálpa fólki.“

Þessi grein er hluti af stærri umfjöllun sem birtist um neyðarmóttökuna í helgarblaði DV 12. febrúar. 

 

Sjá einnig:  

Svona er tekið á móti fólki á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis – Reyndu að koma eins fljótt og hægt er

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skýrist á morgun hvort nýr faraldur kórónuveirunnar sé að skella á

Skýrist á morgun hvort nýr faraldur kórónuveirunnar sé að skella á
Fréttir
Í gær

Um 500 skjálftar á Reykjanesskaga í nótt

Um 500 skjálftar á Reykjanesskaga í nótt
Fréttir
Í gær

Telja að kvika flæði inn í jarðlög undir Fagradalsfjalli

Telja að kvika flæði inn í jarðlög undir Fagradalsfjalli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ógnaði unglingum með hnífi

Ógnaði unglingum með hnífi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ekki hlustað á konur með endómetríósu – Sláandi frásagnir íslenskra kvenna

Ekki hlustað á konur með endómetríósu – Sláandi frásagnir íslenskra kvenna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mikil skjálftavirkni en enginn gosórói

Mikil skjálftavirkni en enginn gosórói
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari lýsir morðtilraun og segist þurfa á peningum að halda – Eitrunarmiðstöð LSH kannast ekki við óþekktar eitranir

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari lýsir morðtilraun og segist þurfa á peningum að halda – Eitrunarmiðstöð LSH kannast ekki við óþekktar eitranir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirlýsing frá Öglu gosgerð vegna Jesúlaðis

Yfirlýsing frá Öglu gosgerð vegna Jesúlaðis