Föstudagur 05.mars 2021
Fréttir

Landsréttur þyngdi dóm yfir Sindra Erni Garðarssyni fyrir nauðgun – DNA-rannsókn kom við sögu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 19. febrúar 2021 17:52

Landsréttur. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag sekt yfir 42 ára gömlum manni, Sindra Erni Garðarssyni, fyrir nauðgun.

Sindri var í héraði sakfelldur fyrir að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konu án hennar samþykkis þegar hún gat ekki spornað við verknaðinum þar sem hún var sofandi er hann hóf að brjóta gegn henni.

Nauðgunin átti sér stað árið 2017 og Sindri var sakfelldur í Héraðsdómi Norðurlands eystra sumarið 2019. Þeim dómi var áfrýjað til Landsréttar.

Í ákæru var Sindri sakaður um að hafa stungið lim sínum inn í leggöng konunnar aftan frá er hún var sofandi og sökum svefndrunga og ölvunar hafi hún ekki getað spornað við verknaðinum.

Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Sindri hafi brotið gróflega gegn kynfrelsi konunnar og brot hans hafi verið til þess fallið að valda henni miklum miska. Atburðurinn átti sér stað í eftirpartýi en Sindri lagðist upp í rúm þar sem konan svaf ásamt öðrum karlmanni.

Sindri áfrýjaði dómi héraðsdóms og taldi honum ábótavant, til dæmis hefði reifun á framburði hans  og vitna verið snubbótt og í engu getið um framburði annarra en hans og brotaþola. Landsréttur féllst ekki á að þessir annmarkar væru nægilega miklir til að ómerkja dóminn.

Sindri taldi rannsókn málsins einnig vera ábótavant. Meðal annars gagnrýnir hann að ekki hafi verið gerð rannsókn á ölvunarástandi brotaþola. Konan var sögð hafa verið ölvuð og Sindra var gefið að sök að hafa nýtt sér ástand hennar. Blóðsýni voru tekin úr konunni um hádegisbil daginn eftir að brotið átti sér stað en ekkert áfengi mældist þá í blóði hennar.

Hann gerði einnig athugasemdir við að ekki hefðu verið teknar lögregluskýrslur af mögulegum vitnum sem kynnu að hafa verið í íbúðinni þar sem brotið var framið, og ekki reynt að hafa upp á þeim.

Sindri hefur ávallt neitað því að hafa átt kynferðisleg samskipti við konuna þessa nótt. DNA-rannsókn sem gerð var vegna málsins leiddi í ljós, samkvæmt texta í dómi Landsréttar, að erfðaefni konunnar var í nærbuxum og undir forhúð hjá ákærða:

„Í málinu liggur fyrir skýrsla frá Nationellt forensiskt centrum í Svíþjóð um niðurstöður DNA-rannsóknar á stroksýnum sem tekin voru úr innanverðum nærbuxum sem ákærði klæddist umrædda nótt, sem og sýnum sem tekin voru undan forhúð hansog við þvagrásarop. Enn fremur liggur fyrir skýrsla 5. janúar 2018 sem unnin var af C, sérfræðingi hjá tæknideild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Í henni er gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar. Fram kemur að fjögur sýni sem varðveitt voru af innanverðri framhlið nærbuxna ákærða reyndust innihalda blöndu DNA frá að minnsta kosti tveimur einstaklingum. Hluti þess var eins og snið brotaþola og hluti þess eins og snið ákærða. Greining á sýni sem tekið var undan forhúð ákærða leiddi einnig í ljós blöndu af sniði frá að minnsta kosti tveimur einstaklingum. Niðurstöðurnar sýndu að hluti þess DNA sem fram kom í blöndunni var eins og snið ákærða. Það viðbótar DNA sem fram kom í blöndunni sé til staðar í DNA-sniði brotaþola en niðurstöðurnar eru merktar Grad +1 sem þýði að sniðið sé ekki fullkomið. Þá hafi greining á sýni frá þvagrásaropi eingöngu leitt í ljós snið ákærða sjálfs. C kom fyrir héraðsdóm og gaf skýrslu um niðurstöður DNA-rannsókna og staðfesti það sem fram kemur í skýrslu hans.“

Konan taldi annan mann vera að verki

Í skýrslu sem gerð var af konunni kom fram að hún mundi eftir því að hafa farið í eftirpartý heim til manns nokkurs. Hún sagðist ekki hafa drukkið mikið þetta kvöld. Hefði hún haft samfarir við gestgjafann og síðan sofnað, þar sem hún átti að mæta til vinnu morguninn eftir. Hún vaknaði við að einhver var að snerta hana og taldi þetta vera fyrrgreindan mann, en áttaði sig síðan á því að sá maður var sofandi við hlið hennar.

Leit hún þá við og sá að það var annar maður með þessa tilburði, hún áttaði sig ekki fyrst á því hver það var en svo bar hún kennsl á hann frá því fyrr úr partýinu. Var það Sindri. Sagðist hún hafa frosið. Hún hafi vakið hinn manninn og sagt honum frá því hvað væri í gangi, að hún væri nokkuð viss um að verið væri að brjóta á henni og að sér liði ekki vel. Þurfti hún að endurtaka þetta nokkrum sinnum því maðurinn var svefndrukkinn.

Umræddur maður er kallaður B í texta dómsins og segir eftirfarandi um vitnisburð hans:

„[…], umræddur B, kom fyrir héraðsdóm. Í framburði hans kemur fram að hann hafi ásamt ákærða, […]og fleira fólki safnast saman á heimili hans að lokinni skemmtun á veitingastað þetta kvöld.Hann lýsir því að hann og brotaþoli hafi endað saman og hann vaknað með henni næsta morgun. Fram kemur í skýrslu hans að brotaþoli hafi verið að klæða sig þegar hann vaknaði og hún hafi verið að fara og í minningunni hafi hún kvatt og farið. Ákærði hafi ekki verið inni í herberginu þegar vitnið hafi vaknað. Hann kvaðst muna óljóst eftir einhverju samtali við brotaþola um þessi atvik á einhverjum skemmtistað síðar. Hann hefði þennan morgun vaknað þegar lögreglan kom á staðinn og ræddi við ákærða án þess að hann hefði hugmynd um hvert tilefnið hefði verið.“
Við dóminn var einnig stuðst við framburð annarra vitna, sem og heilbrigðisstarfsfólks, hjúkrunarfræðings og læknis, vinkonu brotaþolans, yfirmanna hennar og lögreglumanna sem tóku skýrslur af ákærða og konunni.
Það var mat Landsréttar að á grundvelli sönnunarganga hafi ákæruvaldinu tekist svo yfir skynsamlegan vafa sé hafið, að sanna að  Sindri Örn Garðarsson hafi gerst sekur um þetta kynferðisbrot. Landsréttur þyngdi dóm héraðsdóms yfir honum og skal hann sæta fangelsi í tvö og hálft ár. Þá skal hann greiða konunni 1,8 milljónir króna í miskabætur. Ennfremur þarf hann að greiða sakarkostnað.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Orð gærdagsins – Hvað er óróapúls?

Orð gærdagsins – Hvað er óróapúls?
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“

Hjalti opnar sig um morðtilraunina sem sonur hans var dæmdur fyrir – „Áður en hann fékk höggið man hann lítið sem ekk­ert“
Fréttir
Í gær

Nálgunarbannsbrjótur reykspólaði sig í fang lögreglunnar á Suðurnesjum

Nálgunarbannsbrjótur reykspólaði sig í fang lögreglunnar á Suðurnesjum
Fréttir
Í gær

Ævintýralegur ferill íslenskrar konu í akstri undir áhrifum lyfja – Samandregnir augasteinar, titraði og var sljó

Ævintýralegur ferill íslenskrar konu í akstri undir áhrifum lyfja – Samandregnir augasteinar, titraði og var sljó
Fréttir
Í gær

Upplýsingafundur vegna yfirvofandi eldgoss

Upplýsingafundur vegna yfirvofandi eldgoss
Fréttir
Í gær

Mæla með að fólk sé undirbúið og taki saman öryggisbirgðir – „Þetta á alltaf við, maður á alltaf að vera tilbúinn í þrjá daga“

Mæla með að fólk sé undirbúið og taki saman öryggisbirgðir – „Þetta á alltaf við, maður á alltaf að vera tilbúinn í þrjá daga“
Fréttir
Í gær

Engin smit greind innanlands – Fjögur virk smit frá útlöndum

Engin smit greind innanlands – Fjögur virk smit frá útlöndum
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bílnúmeraplötum

Maðurinn sem gat ekki hætt að stela bílnúmeraplötum