fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

„Einar! Það er ég sem er ráðherrann“ – Jón heitir því að leggja kraft í baráttuna gegn kynferðisofbeldi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. desember 2021 20:30

Jón Gunnarsson. Skjáskot Kastljós

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gunnarsson, nýskipaður dómsmálaráðherra, minnti þáttarstjórnanda Kastljóss, Einar Þorsteinsson, endurtekið á það að það væri hann sem væri ráðherrann og hann myndi setja stefnuna í dómsmálum en ekki Brynjar Níelsson.

Einar vildi vita hvort Jóni væri stætt á því að ráða Brynjar sem aðstoðarmann sinn þar sem Brynjar hefði margendurtekið í gegnum árin valdið úlfúð með ummælum sínum tengdum málaflokknum kynferðisbrot. Jón sjálfur hefur helst verið gagnrýndur fyrir að hafa lagst gegn frumvarpi um auknar heimildir til þungunarrofs sem varð að lögum árið 2019.

Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu hefur hrundið af stað undirskriftarsöfnun þar sem þess er krafist að Jón víki sem dómsmálaráðherra. Umræðan um ráðningu Brynjars sem aðstoðarmanns Jóns hefur síðan verið hatrömm en þegar Einar minntist á það í þriðja sinn í þættinum sagði Jón ákveðið:

„Einar! Það er ég sem er ráðherrann.“ Fannst Jóni þá tímabært að talinu yrði beint að því sem hann ætlaði að gera í embætti.

Hann benti á umfangsmikið ávekniátak um kynferðisofbeldi sem beint hefur verið gegn börnum í 8. bekk undanfarið. Hann lýsti jafnframt öðru verkefni um vitundarvakningu á meðal almennings um kynferðisbrot og mikilvægi þess að líta ekki undan, sem færi á fullt eftir áramót.

Jón sagðist vera djúpt snortinn af þeim konum sem stigið hafa fram í umræðunni og lýst því ofbeldi sem þær hafa orðið. Sagði hann að í þeim hópi væru konur sem hann þekkti persónulega. Jón sagði fundi með forsvarsmönnum leigubílstjóra og bareigenda vera á döfinni því mikilvægt væri að virkja þessa aðila í baráttunni.

Jón sagði að umræðan um kynferðisofbeldi hefði skilað því að lögreglan tæki miklu betur á móti þolendum en áður og jafnframt legði hún sig fram við að tala við gerendur. Hann sagði mikið áhyggjuefni að talið er að aðeins 20% kynferðisbrota séu tilkynnt til lögreglu. Það væri brýnt verkefni að finna leiðir til að breyta þessu og hann sagðist ekki munu draga af sér í þeim efnum enda væri hann þekktur fyrir að taka til hendinni þar sem hann kæmi til starfa.

Jón sagði að honum þætti sérkennilegt að upplifa þá umræðu að hann væri einhver karlfauskur sem myndi taka svona mál og sópa þeim undir teppið. Veruleikinn yrði allt annar.

Hann viðurkenndi að Brynjar Níelsson væri stundum ögrandi í umræðunni, jafnt á þessu sviði sem öðrum, en hann hefði verið ráðinn sem aðstoðarmaður vegna yfirgripsmikillar þekkingar sinnar á dómskerfinu og réttarfarinu.

Jón sagði meðal annars:

„Ég er faðir, tengdafaðir og afi  – þetta liggur þungt á öllum og við erum öll snortin af þessu og við megum ekki tala niður þann árangur sem við munum ná í þessu – konurnar sem hafa stigið fram hafa hrifið okkur hin með sér.“

Hann sagði að lögregla og yfirvöld hefðu brugðist af fullri alvöru við umræðunni um kynferðisofbeldi en núna væri mikilvægt að virkja almenning í baráttunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi