fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fréttir

Íbúar Skjólgarðs með ákall til stjórnvalda – Lýsa ömurlegum aðstæðum á hjúkrunarheimilinu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. desember 2021 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði hafa sent frá sér áskorun á nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, og ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að ganga þegar í stað til samninga um byggingu nýs hjúkrunarheimilis.

Í áskoruninni, sem send var á helstu fjölmiðla landsins, er rakin sú saga hvernig framkvæmdum við viðbyggingu við hjúkrunarheimilið hafi átt að ljúka á þessu ári. Verkefnið hafi þó tafist og samkvæmt nýjustu áætlunum ætti þeim að ljúka 2023. Þær áætlanir hafa þó ekki gengið eftir því að tilboð sem bárust í útboð um verkið þóttu of dýr og framkvæmdir hafi í kjölfarið verið settar á ís.

Það segja íbúar hjúkrunarheimilisins að sé óforsvaranlegt og rekja síðan hvernig aðstæður þeirra eru á hjúkrunarheimilinu.

„Hér búum við öll nema tveir einstaklingar í tvíbýli með sameiginlegu baðherbergi með öðrum heimilismönnum. Herbergisfélagar okkar eru í fæstum tilfellum makar okkar eða nánir vinir frá fornu fari. Þessir tveir einstaklingar sem hafa sérbýli deila salerni án sturtu. Hér er rými til einkalífs það sama og ekkert,“ segir í bréfi íbúa.

Ef veita þarf íbúum persónulega þjónustu varðandi hreinlæti, lyfjagjafir, sáraumbúnað eða meðferðasamtöl er aðeins tjald á milli þess sem þiggur þjónustuna og nágrannans  í næsta rúmi.

„Einstaklingar með einkenni heilabilunar hafa ekkert rými til að vera illa áttaðir í friði án þess að trufla aðra. Einstaklingar með hegðunarvanda hafa heldur ekkert rými til að forðast áreiti og fá útrás og geta því verið ógnandi og valdið öðrum kvíða og vanlíðan. Í herberginu okkar er sjúkrarúm, náttborð, lítinn fataskápur og sameiginlegur vaskur. Við getum komið með stól og e.t.v. eina litla kommóðu til að geyma okkur persónulegu muni eða til að reyna að hafa heimilislegt. Þessi skortur á rými veldur mörgum okkar kvíða og vanlíðan. Það er ekkert rými til að taka á móti gestum nema helst á rúmstokk. Það er ekki hægt að eiga trúnaðarsamtöl við starfsfólk því það er hvergi næði til þess. Þegar við liggjum svo banaleguna er herbergisfélagi okkar færður inn á baðherbergi svo við getum átt næði síðustu ævistundirnar með okkar ástvinum. Ef svo óheppilega vill til að herbergisfélagi okkar getur ekki farið inn á bað þá erum við færð þangað þar sem ástvinir okkar geta setið á klósettinu og kvatt okkur,“ skrifa íbúar.

Í febrúar á þessu ári tók Vigdísarholt ohf. við rekstri Skjólgarðs af sveitarfélaginu Hornafirði en  hlutafélagið rekur hjúkrunarheimilin Sunnuhlíð í Kópavogi og Seltjörn á Seltjarnarnesi.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segist fyrst hafa vitað um hegðun Einars á föstudaginn – „Við erum bara að átta okkur á stöðunni“

Segist fyrst hafa vitað um hegðun Einars á föstudaginn – „Við erum bara að átta okkur á stöðunni“
Fréttir
Í gær

Birta samskipti Einars við skjólstæðing SÁÁ sem var í vændi – „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“

Birta samskipti Einars við skjólstæðing SÁÁ sem var í vændi – „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“
Fréttir
Í gær

Matvöruverð hækkar umfram vísitölu neysluverðs – COVID-hækkanir

Matvöruverð hækkar umfram vísitölu neysluverðs – COVID-hækkanir
Fréttir
Í gær

Einar segir af sér sem formaður SÁÁ – „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu“

Einar segir af sér sem formaður SÁÁ – „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu“
FréttirMatur
Í gær

Fullkominn mánudagsfiskur í sparifötum

Fullkominn mánudagsfiskur í sparifötum
Fréttir
Í gær

Hinrik Ingi hnepptur í síbrotagæslu – Gekk berserksgang á Reykjanesbraut

Hinrik Ingi hnepptur í síbrotagæslu – Gekk berserksgang á Reykjanesbraut
Fréttir
Í gær

Þakklátur Vesturbæingur vill koma hrósi á framfæri – „Í gær fékk ég símtal frá lögreglunni“

Þakklátur Vesturbæingur vill koma hrósi á framfæri – „Í gær fékk ég símtal frá lögreglunni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðaþing eða Everything? Óskað eftir hugmyndum að nafni á sameinað sveitarfélag

Heiðaþing eða Everything? Óskað eftir hugmyndum að nafni á sameinað sveitarfélag