fbpx
Miðvikudagur 26.janúar 2022
Fréttir

Forystumenn kennara gagnrýna foreldra barna í Fossvogsskóla harðlega – „Forréttindablinda á háu stigi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. desember 2021 12:30

Fossvogsskóli. Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttablaðið greindi frá því á fimmtudag að börn í 7. bekk í Fossvogsskóla komist ekki í skólabúðirnar á Reykjum í Hrútafirði þar sem fráfarandi skólastjóri, Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, hafi gleymt að sækja um vistina fyrir þau. Þegar umsókn loks barst frá skólanum var það of seint því allt var upppantað í skólabúðunum.

Mikið hefur gengið á í Fossvogsskóla undanfarin misseri vegna þrálátra mygluvandræða í húsnæði skólans. Skólastjórinn, Ingibjörg Ýr, hætti störfum vegna álags í tengslum við þau vandamál.

Faðir barns í 7. bekk Fossvogsskóla sagði í viðtali við Fréttablaðið að börnunum fyndist skólinn og skólastjórnendur hafa brugðist sér. „Að sögn föðurins upplifa börnin það sem svo að þau séu skilin út undan og að skólinn „hati“ þau.“

„Þetta er svo leiðinlegt gagnvart blessuðum börnunum að þurfa að standa í þessu að það er þyngra en tárum taki,“ sagði Karl B. Örvarsson, framkvæmdastjóri skólabúðanna á Reykjum.

Biður foreldra um meiri víðsýni

Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, ávarpaði foreldra barna í Fossvogsskóla í grein á Vísir.is í gær og gagnrýndi þennan fréttaflutning. Ragnar segir:

„Kæru foreldrar í Fossvogi, við þurfum að tala saman. Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri.

Ég ætla ekki að reyna að lýsa vonbrigðum mínum með það að einhverjum ykkar hafi þótt við hæfi að fylgja þeim tíðindum eftir með blaðaumfjöllun um að skólinn hafi brugðist börnum í sjöunda bekk með því að panta ekki fyrir þau ferð í skólabúðir í tæka tíð.“

Ragnar Þór biður foreldrana um að sýna meiri víðsýni og ekki horfa á heiminn út frá þröngun sjónarhóli barnsins.

„Fyrirsögnin ætti að vera, Forréttindablinda á háu stigi“

Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla hjá Kennarasambandi Íslands, fer hörðum orðum um þessa afstöðu foreldranna og sakar þá um forréttindablindu. Segir hann að foreldrar ættu að lýsa ánægju yfir því að tekist hafi að halda úti skólastarfi við þær krefjandi aðstæður sem verið hafa. Sigurður deilir frétt Vísis um málið og segir:

„Fyrirsögnin ætti að vera, Forréttindablinda á háu stigi.

Hér hefur stjórnandi skóla verið að sinna tvöföldu ef ekki þreföldu starfi við að bjarga skólastarfi í heimsfaraldri og frá mygluðu húsnæði.

Foreldrar ættu að frekar að lýsa yfir ánægju með að þó tókst að halda úti skólastarfi við þessar krefjandi aðstæður.

Hvert er fréttagildið fyrir skólann, stjórnandann sem þurfti að segja upp störfum vegna of mikils álags og fyrir almenning?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segist fyrst hafa vitað um hegðun Einars á föstudaginn – „Við erum bara að átta okkur á stöðunni“

Segist fyrst hafa vitað um hegðun Einars á föstudaginn – „Við erum bara að átta okkur á stöðunni“
Fréttir
Í gær

Birta samskipti Einars við skjólstæðing SÁÁ sem var í vændi – „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“

Birta samskipti Einars við skjólstæðing SÁÁ sem var í vændi – „Sæl, býður þú upp á heimsóknir$“
Fréttir
Í gær

Matvöruverð hækkar umfram vísitölu neysluverðs – COVID-hækkanir

Matvöruverð hækkar umfram vísitölu neysluverðs – COVID-hækkanir
Fréttir
Í gær

Einar segir af sér sem formaður SÁÁ – „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu“

Einar segir af sér sem formaður SÁÁ – „Fyrir nokkrum árum svaraði ég auglýsingu á netinu þar sem í boði var kynlíf gegn greiðslu“
FréttirMatur
Í gær

Fullkominn mánudagsfiskur í sparifötum

Fullkominn mánudagsfiskur í sparifötum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“

Ágústa Eva berst gegn Covid-bólusetningum barna – „Fólk er almennt ekki til í að útskúfanir og þvinganir og kúganir séu partur af þeirra tilveru“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðaþing eða Everything? Óskað eftir hugmyndum að nafni á sameinað sveitarfélag

Heiðaþing eða Everything? Óskað eftir hugmyndum að nafni á sameinað sveitarfélag